Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 54
52
alls. Auk farsóttasjúklinga liöfðu flestir taugaveiklun í ýmsum myncl-
um, vöðva- og taugagigt.
Höfðahverfis. Gigt er hér töluvert algeng í rosknu fólki. Ég' hefi
orðið talsvert mikið var við blóðleysi, bæði í fullorðnum og börnum.
Reykdæla. Tannskemmdir eru mjög algengur kvilli. Frá miðjum
febrúar til áramóta heli ég dregið 353 tennur úr 151 sjúklingi (sjúk-
lingar alls 774).
Öxarfj. Tannskemmdir eru líldega almennasti kvillinn, þá gigt,
taugaveiklun og blóðleysi. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn
tíma séð viðunandi blóðrauðu hér — reyndar ekki skoðað þá allra
braustustu.
Hróarstungu. Algengustu sjúkdómar eru: Tannskemmdir, gigt
(vöðva- og tauga), taugaveiklun, sem virðist aukast með hverju
ári — einkum í konum. Mjög' svæsnar myalgíur og neuralgíur tíðar,
sem sennilega orsakast að miklu leyti af köldum og rökum húsa-
kynnum samfara striti og vosbúð.
Segðisfj. Eins og undanfarin ár er algengasti IcviMinn tannskemmd-
ir, þá blóðleysi og ýmiss konar taugaslappleiki, aðallega hjá kvenn-
fólki. Gigt gerir einnig mikið vart við sig.
Norðfj. Algengustu kvillar auk farsótta voru nú sem áður blóð-
leysi kvenna og taugaslappleiki, tann- og meltingarsjúkdómar, smá-
jneiðsli og' ígerðir og' gigtarsjúkdómar.
Reijðarfj. Almennt finnst mér bera meira á „gigt“ hér en ég þekki
annars staðar til. Algengustu kvilla tel ég sem fyrr tannskeinmdir,
blóðleysi og gigt.
Berufj. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, taugaveiklun, gigt,
ígerðir, smáslys, blóðleysi og' magaveiki, svo og kvefið, sem er vafa-
laust algengast allra kvilla.
Siðu. Tannskemmdir eru alltaf algengasti kvillinn.
Vestmannaeijja. Tannskemmdir í börnum eru hér afar tíðar. Von-
andi dregur úr þessu með meiri lýsisnotkun ungbarna og hentugra
mataræði. Mikið ber á taugaveiklun í kvenfólki og' sleni í karl-
mönnum vegna ofþreytu á vertíð, vaka, langvarandi uppistaðna og
erfiðis.
Eijrarbakka. Tannsjúklingar alls 174 (sjúklingar alls 1676). Tenn-
ur dregnar út 588.
Grímsnes. Tannskemmdir nokkuð algengar. Gigt- og taugasjúk-
dómar koma oft fyrir. Af ischias sá ég 5 tilfelli á árinu.
Keflavíknr. Algengustu kvillar eins og áður tannskemmdir, tauga-
veiklun, lenda- og vöðvagigt.
2. Anaemia perniciosa:
Höfðahverfis. Ég var sóttur til konu, 59 ára að aldri, í marzmán-
uði. Kvartaði hún mikið um máttleysi og meltingartruflanir. Hafði
liitavott, Sahli 70%, og merki um achylia gastrica. Gaf ég' henni
járn og sýru. Hresstist hún við þetta nokkuð, en aldrei vel. Þegar
leið á sumarið, hrakaði henni, Sahli lækkaði stöðug't, komst niður
í 45% þrátt fyrir járn og lifrarlyf, sem hún var farin að þola illa.
Eins nærðist hún lítið. Mér datt í hug, að um anaemia perniciosa væri
að ræða. Ráðlagði ég því konunni að fara á sjúkrahúsið á Akur-