Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 58
56
Hornafj. Granuloma, sem kalla mætti slátursjúkdóm, hefi ég' ekki
séð hér, þótt einkennilegt sé, ekki einu sinni við sláturhúsið, þar sem
slátrað er þó 7—9 þúsund fjár árlega.
Mijrdals. 2 tilfelli.
Eijrarbakka. Þó nokkur tilfelli komu fyrir siðastliðið haust, eins
og vant er á þeiin tíma árs.
9. Ileus.
Eyrarbakka. Dag nokkurn í desembermánuði um háttatíma fékk
kona ein hér á Eyrarbakka, 72 ára gömul, friðleysiskvalir í kviðinn
allt í einu. Uppköst óstöðvandi. Kviðurinn blés upp. Vindur losnaði
ekki. Kastaði upp galli og síðar saurlitaðri vilsu. Allt benti á ileus.
Áður en gripið var til flutnings eða operationar á staðnum datt mér
í hug að reyna að svæfa konuná og vita, hvort þá kynni nokkuð úr
að greiðast. Framkvæmd var alcohol-aether-chlorofonnsvæfing. Ivon-
an sofnaði fljótt og vel. Þegar hún var sofnuð, var kviðurinn þuklaður
og þarmarnir hreyfðir til, að vísu nokkuð af handahófi. En hvað um
það. Þegar konan vaknaði eftir ca. 5 mínútna væran svefn, var
líðan hennar gerbreytt, allar kvalir horfnar, og brátt fór vindur að
losna. Enginn niðurgangur. Vellíðan úr því.
10. Morbus Basedowii.
Borgarfj. Kona, 38 ára, kom til mín með þenna sjúkdóm. Skorin
upp í Reykjavík með góðum árangri.
Dala. 1 sjúklingur, kona 51 árs, leitaði mín á árinu með stækkaða
gl. thyreoidea og' ótvíræð einkenni mb. Basedowii. Systir hennar
hefir haft sjúkdóminn líka og var skorin upp fyrir nokkrum árurn.
Hólmavíkur. 1 tilfelli á árinu, karhnaður, 20 ára, og hafði hann
struma og önnur einkenni. Virtist batna við medicinska meðferð
(jod-jodkalium).
11. Morbus cordis.
Ögur. 1 sjúklingar leituðu til mín með þenna kvilla á allháu stigi.
Með öllum var það sameiginlegt, að þeir höfðu annaðhvort fyrst
fundið til sjúkdómsins eða sjúkdómurinn stórversnað eftir inflú-
enzuna vorið 1937.
12. Oxyuriasis.
Dala. Ekki ósjaldgæfur, einkum í börnum.
Ögur. 3 sjúklingar, 2 fullorðnir og 1 barn.
Hróarstungu. Sést við og við.
Norðfj. Nokkuð tíður kvilli. Hefi skráð 12 sjúklinga.
Reyðarfj. Virðist hér algengur.
Hornafj. Verð ég lítið var við þenna kvilla, en erfiðlega gengur
að losna alveg við hann.
Síðu. Mun vera mjög algengur kvilli hér, og er áreiðanlega of lítið
fengizt um að lækna hann. Er mér næst að halda, að lystarleysi í
börnum, blóðleysi og neurasthenia í fullorðnum stafi oft af því og
jafnvel fleiri innýflaormum, sem of lítið er athugað, hve mikil brögð
eru að hér á landi.
Mýrdals. 4 tilfelli.
Keflavíkur. Sést alltaf við og við.