Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 59
57
13. Panaritia etc.
Borgarnes. Minna ber á eitrunum í sláturtíðinni en vant er, og
má vera, að það stafi af því, að sláturhússtjóri hafði joð og spiritus
við höndina og' gerði a ðhverri kumlu, 11111 leið og menn hrufluðu sig,
en þeir, sem meiddu sig að ráði, voru strax sendir til læknis.
Ögur. Panaritia: 2 sjúklingar. Phlegmone: 1 sjúklingur.
Hofsós. Síðari hluta ársins koniu hér fyrir 2 mjög alvarleg tilfelli
af ,,blóðeitrun“, lymphangitis extremitat. inferior. með miklum
abscessmyndunum upp eftir fæti og læri, og þurfti geysilegar inci-
sionir til þess að stemma þar stigu fyrir.
Höfðahverfis. Mikið var um fingurmein og graftarígerðir, mest eftir
öngulstungur, í vor og fyrri part sumars. Einnig var töluvert um
kýli. Aðallega var það fólk, sem sjávarútgerð stundaði, er fékk
þessa kvilla.
Regkdæla. 17 sjúklingar eru skráðir með panaritia og 9 með car-
bunculi, og þar að auki koma aðrar ígerðir, sem ekki geta flokkast
undir þetta.
Norfífj. Panaritia voru ekki eins tíð og oft áður — aðeins skráð
6. Furunculi 15, abscessus 8.
Regðarfj. ígerðir ekki eins margar og oft áður.
Hornafj. Panaritia og furunculosis er að sjálfsögðu algengt hér
sem annars staðar, einkum á vertíðinni. Yerður þó sjaldan mjög illt
úr slíku.
Síðu. Mikið bar á alls konar graftarígerðum seinni part sumars og
að haustinu. Eru 20 sjúklingar skráðir.
Vestmannaegja. Á vetrarvertíð eru fingurmein algeng og valda oft
miklu vinnutjóni. Með auknu hreinlæti ber þó minna á fingurmein-
um nú en fyrstu árin mín hér. Ég hefi ráðlagt beitingarmönnum,
en hjá þeim eru fingurmeinin tíðust, vandlegan sápuþvott á hönd-
utn, þegar frá vinnu er komið, og þar eftir að hreinsa hendurnar með
benzíni. Sé þetta gert, grefur sjaldan í handsprungum.
Keflavikur. Með langminnsta móti þetta ár. Virðast áraskipti að
kvillanum. 1
14. Phthirius inguinalis.
Hólmavíkur. 2 sjúklingar leituðu læknis vegna pediculosis pubis.
Norfífj. Barn á 1. ári fékk óþrifin af barnfóstrunni, er voru landlæg
á heimili hennar. Pater hennar mortuus, aldraður, sást með það fyrir
nokkrum árum.
15. Trichophytia.
Rvík. Á mánaðarskrá er gelið um 1 sjúkling, og segir fátt af svo
líðum kvilla.
16. Tumores.
Norðfj. Tumores: 1 fibromyoma uteri, 1 fibroma cutis nuchae, 1
eystis labii inferioris, 1 atheroma auriculae sin., 1 atheroma anti-
brachii supp.
17. Ulcus cruris.
Hróarstungu. Sést við og við.
Regðarfj. Ékkert nýtt tilfelli þetta ár. Sömu sjúklingar ár eftir ár.
8