Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 60
18. Urticaria.
Dnla. Kemur fyrir, einkum á börnum úr kaupstað, er dvelja hér
yfir sumarið (fæðisbreyting).
Reyðarfl. Er hér tíður sjúkdómur í börnum og unglingum, miklu
Liðari en mér finnst eðlilegt vera, en get enga grein gert mér fyrir
orsökunum. Tvisvar var mín vitjað til sjúklinga með ofsakláða, lopa
i slímhúðum og andþrengsla eftir að hafa tekið inn 1—2 töflur af
cinchopheni (idiosynkrasis). Öðrum sjúklingum batnaði bráðlega,
en hinum leið illa dögum saman þrátt fyrir calciuminnspýtingar,
ephedrin o. fl.
Hornafl. Er hér algengur barnakvilli.
Keflavíkur. Sést öðru hverju á börnum.
19. Oedaema Quincke.
Norðfl. 1 tilfelli.
D. Kvillar skólaharna.
Töflur IX og X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema þremur (Bíldudals, Þistilfj. og Fljótsdals) og ná til 14403 barna.
Af þessuin 14403 börnuni voru 20 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 1,4?4>. Önnur 169, þ. e. 11,7%'0,
voru að vísu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 2033 börnum, eða 14,1%, og kláði á 66 börn-
um í 14 héruðum, þ. e. 4,6%0. Geitur fundust ekki í neinu harni, svo
að getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan Reykjavíkur sig á 175 af 9874
börnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 1,8%. Skiptust kvillar
þeirra sem hér segir:
Angina tonsillaris....................... 12
Catarrhus resp. acutas ................. 136
Gastroenteritis acuta .................... 4
Impetigo contagiosa ...................... 8
Varicellae ............................. 15
Samtals 175
Tannskennndir höfðu 9894 börn, eða 68,7% (í Reykjavík 62,1 %■,
utan Reykjavíkur 71,7%). Þess er að gæta, að i Reykjavík munu
aðeins vera taldar skemmdir í fullorðinstönnum barna.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfl. Tannskemmdir eru mesta meinið, en við þeim er nú
þegar gert, þegar vart verður. Tonsillitar tíðir, venjulega vegna
adenoid-vegetationa, þó minni þetta ár en oft áður. Einstök tilfelli
af hryggskekkju. Lús og nit með minnsta móti.
Skipaskaga. Anaemia 6, scoliosis 6, hypertroph. tonsillar. 13, sáu
ekki vel frá sér 13, heyrn ekki góð á öðru eða báðum eyrum 19,
spondyliL sequele 1, kyphosis 1, rachitismerki 1, blepharitis 5, bron-
chitis 2, otitis 1, adipositas 1, psoriasis 1 (skoðuð alls 287).