Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 68
66
retinitis centr. seq. 1, conjunctivitis acuta v. subacuta 9, ekzematosa
2, follicularis 1, chronica 44, corp. al. conj. 1, dacryocystitis suppurat.
5, phlegmonosa 1, dacryostenosis congenita 1, dacryostenosis 2, ekzema
palpebrar. 1, entropion senile 1, epifora 8, eversio pct. lacrimal. 1,
glaucoma 18, hordeolum 1, hypermetropia 52, iridocyclitis postop.
seq. 1, keratoconjunctivitis 8, leukoma corneae 1, maculae corneae
1, meibomitis 3, myoj)ia 18, perfor. bulbi seq. 3, photophobia 1, pres-
byopia 28, retinitis pigmentosa 3, staphyloma corneae 1, strabismus
convergens 4, ulcera catarrhal. corneae 1, uveitis chronic. seq. 1.
Cat. senilis hefi ég að þessu sinni flokkað í tvennt og miðað við
verra augað. Af þeim flokknum, sem minni sjónina hafði, voru það
aðeins 3, sem ekki gátu talizt sjálfbjarga sjónarinnar vegna. Nýir
glaucomsjúklingar urðu að þessu sinni aðeins 4 á vegi mínum þrátt
fyrir meðalaðsókn, og er það hið langfæsta, sem verið hefir, síðan
ég fór að ferðast. Sjúklingarnir voru rannsakaðir 1 á Hólmavík, 2
á Sauðárkróki og 1 á Húsavík. Meiri háttar aðgerðir voru gerðar 2
á ferðalaginu, 1 enucleatio bulbi á Blönduósi og 1 extr. cataractae
a Sauðárkróki.
4. Guðmundur Guðfinnsson:
Hann hafði hafið augnlækningaferðir sínar um Austurland, en
lézt snögglega, áður en þeim yrði lokið. Hafa því skýrslur frá honum
að sjálfsögðu ekki borizt.
5. Sveinn Pétursson:
í Vestmannaeyjum dvaldist ég 7.—15. júní og' skoðaði ca. 100
manns. Voru þar eins og áður langflestir með refractionstruflanir
og bólgur í ytri hlutum augans, Nýtt glaucoma sá ég ekkert í þetta
skipti. 22 sjúklinga skoðaði ég með cataracta á ýmsu stigi, þar af
4, er ég ráðlagði operatio bráðlega. 1 sjúklingur hafði retinitis dia-
betica. Um miðjan júlí lagði ég aftur af stað og tók á móti sjúk-
lingum í Vík í Mýrdal, Stórólfshvoli og Eyrarbakka, ca. 1 dag á
hverjum stað, og á öllum þessum stöðum skoðaði ég 46 sjúklinga.
Hitti ég' ekki neitt merkilegt fyrir nema 1 sjúkling með óuppgötvað
glaucoma.
IV. Barnsfarir.
Töflur XI—XIII.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 2326 lifandi og
62 andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 2320 barna og 52 fósturláta.
Getið er um aðburð 2296 barna, og var hann í hundraðstölum
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfill . .. .
Framhöfuð
Andlit ....
93,34%
2,00—
0,17— 95,51%