Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 73
71
framdráttur — annars eingöngu deyí'ing. Kona, 25 ára, lét fóstri.
Hafði eignazt 1 barn með erfiðleikum, en þetta var þriðja fósturlátið.
Fóstrið kom sjálfkrafa, en fylgjan ekki, og revndist ómögulegt að ná
henni öðruvísi en manuelt. Konan fékk remitterandi hita í 5 daga,
en hitinn hvarf við prontosíl. Konan var svo við og við með hita og
kviðarþrautir í næstu 2 inánuði. Fór til Siglufjarðar og var opereruð
og reyndist þá hafa gamla uterusruptur ineð samvöxtum, einnig
salpingitis og ovarialcystu litla. Var gerð salpingektomia og stungið
á cystunni.
Svarfdæla. 3 konur, allar giftar, óskuðu eftir fóstureyðingu, en
ekki kom til þess, að það yrði gert. Ein þeirra hafði engar frambæri-
legar ástæður og lét sér fljótlega segjast við fortölur og hughreyst-
ingarorð. Önnur, multipara, sem hafði haft erfiðar fæðingar áður,
bvarf alveg' frá því að halda tilmælum sínum til streitu, er henni
var sýnt fram á, að þetta þyrfti að ganga löglegar leiðir, í gegnum
fleiri en einn lækni o. s. frv. Þriðju konuna, sem hafði nokkra nýrna-
bólgu, taugaslappleika og' bar auk þess við örum fæðingum, fátækt
og húsnæðisvandræðum, skoðuðum við yfirlæknir Akureyrarspítala
báðir, og' taldist ekki indiceruð fóstureyðing. Enginn leitaði leiðbein-
inga um varnir g'egn conception.
Alcureyrar. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur abortus provo-
catus hafi verið framkvæmdur utan sjúkrahússins. Um takmörkun
barneigna í héraðinu get ég ekki mikið sagt, en það er víst, að héraðs-
búar koma, að því er ég bezt veit, mjög sjaldan til læknanna til að
íá ráðleggingar um þá hluti.
Höfðahverfis. 5 sinnum var mín vitjað til sængurkvenna, en engrar
stórrar aðgerðar þurfti með. 2 konur, sem vildu losna við fóstur,
vitjuðu mín á árinu. Vísaði ég annarri þegar í stað burt. Hin konan átti
5 börn, sitt á hverju árinu. 2—3 mánuðum eftir 5. barnsburð fékk hún
krampa, sem líktist mest epileptiskum krömpum. Hefir síðan verið
slöpp og þolað illa áreynslu. Þegar hún varð ólétt að 6. barninu,
leitaði hún til mín. Hún hefir næstum að staðaldri þurft að nota lyf,
því að alltaf, þegar hún hefir hætt við þau, hefir sótt í sama horfið
og áður en hún fékk krampakastið. Bróður á hún, sem i æsku hafði
krampaköst, en hafa elzt af honum. Börn hennar eru hraust. Konu
þessa sendi ég' til Akureyrar, þar sem ég' áleit, að til mála gæti komið
að losa þyrfti hana við fóstrið, en álitið var, að ekki væru nógu ein-
dregnar indicationir fyrir hendi til fóstureyðingar.
Reykdæla. Vitjað 15 sinnum til sængurkvenna. Hríðaróregla og
bríðarleysi er yfirleitt áberandi mikið. Varð einu sinni að nota töng.
2 fósturlát.
Öxarfj. Fósturláta geta ljósmæður engra, en ég' vissi um ein 3. Eilt
barn dó í fæðingu hjá 26 ára frumbyrju. Kona þessi er stór og ákaf-
lega vöðvamikil og vöðvastælt. Hafði ég frekar búizt við, að henni
yrði lítið fyrir að losna við krakka, ef rétt bæri að. Nú var svo í
raun og veru um aðburðinn, en höfuð tók ýmsar stefnur efst í grind,
og held ég hina miklu vöðva og stælingu hafa valdið. Leitaði ég
rnargra bragða að koma þessari fæðingu áleiðis, en varð síðast að
*eggja á nokkuð háa töng. Það var mikið átak að draga krakkann