Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 74
72
út, og var farið hægt að. Töngin lá eins fallega á og' á fyrinnynd í
kennslubók — mér liggur við að segja aldrei þessu vant — og barnið
var meðalstórt, en það var dautt. Við rannsókn kom í ljós, að annar
tangararmur hafði hreint og beint lagst inn í beinið, svo far var
eftir, og brotið kúpuna. Skýrslur bera elcki með sér, að takmörkun
barneigna hafi faiáð í vöxt, og ég veit ekki til þess heldur. Læknar
íramkvæmdu ekki abort. provocatus á konuin héraðsins, né utan-
béraðskonum.
Vopnafi. Vitjað til 6 sængurkvenna á árinu. 2 fengu aðeins deyf-
ingu. Þriðja konan losnaði ekki við fylgjuna. Farið Upp með hönd.
Barn tekið með töng'um tvisvar sinnum. Önnur af konunum primi-
para. Sóttleysi. Hin fjölbyrja, sem fætt hafði áður 3 andvana drengi,
en auk þess 2 lifandi meybörn. Barnið, sem reyndist drengur, einnig
dáið í þetta sinn. Ekki grindarþrengsli, en aðeins sóttleysi. Töng.
6. tilfellið var frumbyrja. Vatn fór við byrjun sóttar, en sótt var
lín og útvíkkun kom ekki. Lá konan þannig í 5 sólarhringa, og var
þá komin útvíkkun fyrir 1 fingur. Reynd vending, en varð að hætta
við svo búið. Konan flutt á sjúkraskýlið og beðið ennþá i sólarhring.
Örfaðist sótt lítið eitt á tímabili, svo að útvíkkun varð fyrir 2—3
fingur. Var þá gerð höfuðstunga og' framdráttur, enda var barnið
áður andvanda. Konunni heilsaðist ágætlega.
Hróarstangu. Einu sinni sóttur til sængurkonu. Var það placenta
retenta. Náðist í svæfingu með Créde. Einu sinni við fósturlát, primi-
para, 31 árs. Gerð enucl. uteri. Abortus provcat. enginn, svo að
vitað sé. Takmörkun barneigna þekkist hér vist ekki, enda ekki
leitað til mín í þeim erindum.
Seyðisfi. Engin fósturlát komu fyrir á árinu, og abortus provocatus
kom aldrei til greina.
Norðfi. Primipara hafði fengið krampaköst. Átti 1—2 mánuði eftir.
Hún hresstist, en var þó við og' við að krömpum komin. Varð þó
aídrei af því fyrr en í fæðingunni, sem kom á réttum tíma. Bæði i
byrjunar- og fæðingarkrömpunum tókst að halda þeim niðri með
Stroganoffs meðferð og blóðtöku og' að síðustu með aðstoð chloro-
formsvæfingar. Fæðingin gekk hjálparlaust að öðru leyti. Eitt sinn
var ég' hjá konu, sem fékk talsverðar blæðingar, tvisvar sinnum,
snemma í fæðingu. Þar við bættist, að sitjanda bar að, og útvíkkun
var stutt komin. í byrjun virtist mér, að placenta væri centralt fvrir-
sæt, en þegar ég fór að koma belg fyrir intra-ovulært, náði ég öðru-
inegin til randarinnar og komst þar í gegn. Stöðvaðist blóðrásin,
og útvíkkun gekk vel og fæðingin, en ekki nógu vel til að barnið lifði.
Hjá primipara með fóstur i framhöfuðstöðu hætti að ganga, þó
að sæmilegar hríðir væru. Var höfuð komið svo neðarlega, að töng
var tiltölulega létt, en ruptur varð af 2. gráðu. Nú virðast konur
vera hættar að fara fram á að losa sig við fóstur. Ekki veit ég', hvort
það er af betri skilningi á tilgangi laganna — eða af vonleysi um
að fá því framgengt. Á hinn bóginn verð ég ekki var við, að gerðar
séu neinar tilraunir til að takmarka barnaeignir. Er það þá í kyrx--
þey og upp á g'amla mátann.
Reijðarfi. Vitjað til 16 sængurkvenna, oftast aðeins lil að herða