Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 76
74
konur, leita hófanna um útrýmingu fósturs. Þegar engin lögmæt
ástæða er fyrir hendi, hristi ég allar slíkar máíaleitanir af mér,
en að öðrum kosti vísa ég konunum á sjúkrahús.
Grímsnes. Fæðingar gengu með afbrigðum vel á þessu ári. Aðeins
einu sinni var ég viðstaddur fæðingu. Abortar eitthvað fleiri en
ljósmæður telja. Varð einu sinni að gera abrasio vegna ákafra blæð-
inga. 1 barn fæddist með syndaktyli milli 3., 4. og 5. fingurs á báð-
um höndum og milli allra tánna á báðum fótum. Annað barn fædd-
ist með uranoschisis. Var það veikburða og dó að sólarhring liðn-
um. Eg hefi haft að minnsta kosti 2 fósturlát til meðferðar á árinu,
auk jjessa eina, sem talið er í Laugardalsumdæmi. Um abortus pro-
vocatus hefir ekki verið að ræða.
Keflavíkur. Læknis vitjað 9 sinnum, til að deyfa í flestuni til-
fellum, einu sinni til framdráttar við sitjandafæðingu og svo til að
auka hríðir.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði <>g sj jálfsmorð i i síðasta ár atug teljast sem hér se gir:
102!) 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938
siys 611) 88 57 53 112 55 90 102 51 75
Sjálfsmorð . . 7 6 6 4 16 12 8 15 9 15
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Danskur maður, sem bjó í hrauninu utanvert við hæ-
inn, var á gangi á mjóum vegi, en djúpar hraungjótur á báða vegu.
Hann hrasaði, steyptist út af veginum, kom niður á höfuðið, sem
molaðist svo, að heilinn lá úti.
Borgarfj. Frac.t. radii 2, humeri 1, fibulae L Lux. humeri 1 (fall
af hestbaki). Vulnera 17 (eitt var allstórt, í lófa, eftir sláttuvélar-
Ijá). Distorsiones v. contusiones 16. Ambustio 1 (4 ára barn felldi pott
íneð heitu vatni og brenndist frá mjöðm niður á tær). Allir urðu
þessir sjúklingar jafngóðir.
Borgarnes. Slys mörg, en flest smáskurðir, stungur, corpora aliena,
bruni, smá beinbrot og liðhlaup. Smiður lenti með hönd í sögunar-
vél, er opnaði efsta lið litla fingurs, svo hann lafði út á hlið. Eg
reponeraði og saumaði liðinn og svo húðina, og allt greri. Annar
Ijiltur lenti i vél i mjólkursamlaginu, skaddaðist mjög á andliti, og
handleggur tognaði og snerist. Ég saumaði andlitið saman, og náði
það sér og handlegg'urinn sömuleiðis að lokum.
Ólafsvíkur. Allmörg minni háttar slys hafa orðið hcr, en aðeins
eitt leitt til bana. Þriggja ára barn lék sér með tómt skothylki (úr
fjárbyssu) í munninum, hrökk það niður í barka þess og olli köfn-
un. 2 verkamenn við vikurverksmiðjuna á Arnarstapa slösuðust með
sluttu millibili. Ástæðan var sú, að þeir runnu til og Ientu með tærn-
ar á milli valsa, er mylja vikurinn.
1) Þar að auki eitt morð.