Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 77
tíala. Auk einnar lux. humeri og ýmissa smáslvsa eitt stórslys.
Karhnaður, 51 árs, féll af reiðhjóli út af brúarsporðinuin á Hauka-
dalsá og hlaut fract. vertebr. thoracal. III, IV og V, cost. IV dextr.
og vuln. incis. capit.; lamaður strax upp að miðju. Fékk brátt mikla
lironchitis vegna öndunarerfiðleika og háan hita. Fluttur á Lands-
spítalann þrem dögum síðar í flugvél og dó þar af afleiðingum slyss-
ins þrem vikum síðar.
Flateyjar. Fract. radii 1, costae l.vLux. clavicul. acromialis 1. Vul-
nera contusa 4.
Patreksff. Vulnera 45. Contusiones et distorsiones 34. Combustio
6. Fracturae 6. Luxationes 3. Corp. alien. 9.
Flateyrar. Þjóðverji lenti með fótinn í vindu á togara, svo að gera
þurfti amputatio a. m. Gritt. íslenzkur togaraháseti varð fyrir vörpu-
pokanum fullum af fiski, þegar verið var að innbyrða hann. Mað-
urinn datt á höfuðið, fékk commotio & contusio cerebri, lifði sárstutt,
eftir að hann var settur í land.
Hóls. Slys fá. Stúlkubarn brotnaði á miðjum framhandlegg.
Ögur. Fract. claviculae 1, costae 2. Combustio III, á stúlkubarni,
sem hellti yfir sig' úr soðpotti og brenndist á báðum fótum upp fyrir
hné. Greri án örkumla.
Hólmavíkur. Beinbrot 5, þar af 2 fótbrot af byltu á skíðum. 2
menn slösuðust á Djúpuvík, og voru báðir fluttir til Hólmavíkur á
sjúkrahús. Annar hjó sig með öxi við bryggjusmíði á hægra læri,
og varð úr svöðusár. Hinn slasaðist þannig, að járnplata féll úr
slroffu við uppskipun, lenti í ristarkverk og' setti í sundur sinar
og æðar.
Miðff. Slys eru alls skráð 62, mest smáslys. Liðhlaup alls 3: lux.
humeri 2 og lux. antibrachii 1 (drengur, sem datt af bílpalli). Bein-
brot alls 10: Fract. metacarpi 3, costae 1, proc. alveol. maxillae 1
(drengur, sem var sleginn af hesti), antibrachii 1 (drengur, sem
datt af hestbaki), cruris 1, claviculae 1, femoris 1 (13 ára telpa,
er var að leika sér með öðrum, fékk högg' af hné á lærið), patellae
1 (miðaldra maður, er var að herfa, en hesturinn fældist og dró
liann með sér). Tvisvar komu fyrir commotiones cerebri, annað
skiptið af því, að maður var sleginn á höfuðið af drukknum manni,
en hitt skiptið af því, að maður datt af vagni, er hestur fældist. 1
maður fyrirfór sér, skaut sig í gegnum munninn. Hafði borið á
geðbilun í honum áður.
Blönduós. 12 ára gömul stúlka varð fyrir því slysi að detta og
brjóta innri brún herðablaðs. Skarst við það sundur arteria subscapu-
laris, og myndaðist mjög stórt haematom innan við og aftan á
herðablaðinu. Stúlkan vitjaði mín ekki fyrr en alllöngu seinna, og
skar ég þá inn í haematomið, hreinsaði út úr því, en komst ekki að
æðinni til að undirbinda hana, því að hún var innan á beininu og
extravasatið farið að organiserast, svo að ekki var hægt að ná til
hennar nema skafa það eða reita burt, en því varð ekki haldið áfram
vegna mikillar blæðing'ar. Varð ég því að tamponera holið. Liðu svo
nokkrir dagar, en stöðugt blæddi í gegnum tróðið. Gerði ég þá enn
að nýju tilraun til að ná æðinni, stækkaði skurðinn, en varð að