Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 82
so
að byrja þar. Hægur púls. Gerð var trepanatio h. m. eftir fáa tíma,
og kom í ljós, að arter. mening. med. dextr. var brostin og blóð
runnið á hægra heilahelming. Blóði og blóðlifrum ausið burt með
skeið, æðin (aftari grein) undirbundin. Sjúklingurinn hafði með-
vitund að inorgni næsta dags. Heilsaðist vel eftir aðgerð og greri
fljótt. Hefi fengið bréf frá sjúklingnum, og er hann þá aftur byrj-
aður að fara til sjós og gegnir sinni fyrri stöðu á skipinu. í þessu
sama ofviðri hlekktist m/k Vesturfarið frá Færeyjum á, braut stýris-
liúsið, og tók það fyrir borð. Eftir í brakinu og undir áföllum stór-
sjóa voru skipstjórinn, sem brotnaði um hægra hné, stýrimaður,
sem kjálkabrotnaði, og háseti, sem brotnaði á vinstri legg', nefbrotn-
aði og hraut að auki hægri augabrún. Menn þessir voru mjög þjak-
aðir, þegar skipið komst hingað með þá 4. marz. Hresstust þó furðu
fijótt. Franskur léttadrengur, 14 ára, skall á þilfari og' lenti með
vinstri fótlegg á járnþrepi og' braut hann. 47 ára matsveinn á belg-
iskum togara skail á eldavél togarans, þeg'ar kvika reið undir skipið,
og braut hægri lærbeinsháls. 19 ára háseti lenti með vinstri hand-
iegg milli gálgans og borðstokksins við drátt á botnvörpu og braut
bandlegginn. 25 ára þýzkur netamaður skall í kviku á borðstokk, og
brotnaði hægri upphandleggur. t árs barn datt úr rúini og hlaut af
fract. cruris sin. ,,Bobbingar“ lentu á mjóbaki við vörpudrátt, sjó-
maður hlaut af fract. columnae lumbal. Aldraður maður, 78 ára,
var niðri á svo nefndri bæjarbryggju, þegar bifreið kom niður eftir
henni. Varð of seinn til að bjarga sér undan, enda hálfblindur og
sá illa til hennar. Hlaut brot á vinstri lærbeinshálsi. 51 árs karl-
maður skall á þilari í stórsjó, hlaut af fract. malleoli ext. 47 ára
lcona stóð í „bíltrogi“, sem ók í gegnum hlið, sem yfir var slá, og
lenti höfuð hennar á slánni. Hlaut af fract. baseos cranii. Hefir hér
verið getið helztu meiðsla, en smærri meiðsli (contus. distors.,
smábrunum og sárum sleppt) eiga sér iðulega stað, stundum dag-
lega. Er meira og minna af þess háttar meiðslum, einkum á börn-
um, sem detta og fá sár á höfuð og útlimi. Sú er og hefir verið föst
regla mín undanfarin 10 ár að nota profylaktiskt serum antite-
tanicum, 2000 A. E. við alla, eldri og' yngri, sem koma með opin sár,
er götuskítur og slíkur óþverri hefir lent í. Ég ætla, að ginklofaveik-
in, sem ekkert hefir gert vart við sig eftir á, þó að sár hafi verið full
af ótrúlegasta óþverra úr götunni, hafi verið fyrirbyggð með þess-
ari aðgerð í mörgum tilfellum.
Eijrarbakka. Vélbátur á Stokkseyri varð fyrir áfalli á brimsundi,
og' drukknuðu 2 menn af honum. Fract. costae: 2 menn, 1 kona,
malleoli sin.: 1 inaður, fibulae dextr.: 1 maður, colli femoris sin.:
1 kona, antibrachii dextr.: 12 ára telpa, claviculae sin.: 4 ára telpa,
cruris dextr. complicat.: 8 ára drengur, radii dextr.: 2 menn. Lux.
humeri dextr.: 1 maður, patellae: 2 menn. Distorsio articulationis
manus.: 1 maður, 1 kona, cubiti: 1 kona, pedis: 1 maður, humeri:
1 maður, 1 kona. Vuln. incis. et conquassat.: 3 börn, 14 menn, 3
konur. Contusiones: 19 menn, 12 börn, 4 konur. Combustiones: 1
barn, 3 konur, 2 menn. Corp. alien oculi: 8 menn, nasi: 2 börn (5
mán. og 2ja ára), digiti (járnflís): 1 maður, pedis (flöskugler):