Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 83
81
1 maður. Aðeins 1 hinna nefndu slysa var af völdum bifreiðar: 8
ára drengur varð fyrir vörubifreið og hlaut af opið fótbrot.
Grímsnes. Langalvarlegasta slys ársins varð 20. ágúst, er bíll með
'•> manns ók niður í Tungufljót neðan við brúna á þjóðveginum, og
drukknuðu 3 konur, er sátu í aftursæti bílsins, en 2 karlar komust
af. Þeir voru í framsætinu. Virtist það ganga kraftaverki næst, því
að fljótið er þarna mjög djúpt og straumhart. Annað bílslys varð
með þeim hætti, að ölvaður bílstjóri ók út af veginum með yfirfullan
bíl af fólki. 1 stúlka meiddist þannig, að lófastór flipi af galea flett-
ist upp á framhöfðinu. Aðrir, sem í bílnum voru, fengu aðeins smá-
skeinur. Á réttadaginn datt drukkinn maður af hestbaki með pela
i vasanum. Pelinn brotnaði og maðurinn fékk 7 cm langan skurð
inn að beini á trochanter. Fract. humeri 1, tibiae 1, fibulae 2. Vuln.
sclopetar. 1, punct. 1, scissum 6. Ambustiones 5, þar af 1 faciei. Auk
þessi minni háttar contusiones og distorsiones.
Iíeflavikur. Læknis var vitjað til manns, 63 ára að aldri, sem hafði
fundizt úti í hesthúsi liggjandi þar í blóði sinu meðvitundarlaus að
mestu. Þeg'ar ég kom til hans, var búið að bera hann inn í rúm. Hann
var með öllu meðvitundarlaus með tvö stór sár á höfði, annað yfir
os parietale sin. og annað aftan á böfði. Os parietale sin. var rifið.
Maðurinn hafði verið drukkinn, hefir að öllum líkinduin dottið hjá
hesti, sem var í hesthúsinu, og hann annaðhvort slegið hann eða
stigið ofan á hann. Hesturinn hafði haft skaflajárn, enda sáust eins
og stungur eftir skafla á höfðinu. Sjúklingurinn komst ekki til með-
vitundar og lézt undir morgun, en það var um kvöldið áður, sem
slysið vildi til. Fract. femor. 1, metacarpi III og IV 1, nokkuð um
mar og distorsiones, brunar tvívegis á sama sjúklingnum, á fótum
og handleggjum. Engar drukknanir þetta ár, að því er ég veit.
I þessum 34 héruðum, þar sem um slys er getið, eru þannig talin
beinhrot og liðhlaup sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. cranii v. baseos cranii ...................... 4
— ossis. frontis ................................ 1
ossis nasi .................................... 1
•— —- zygomatici ............................... 1
— maxillae ...................................... 1
mandibulae .................................... 1
— scapulae ...................................... 3
costae ...................................... 39
— claviculae ................................... 15
-— humeri ........................................ 6
-— cubiti v. epicondyli humeri .................... 1
-—- antibrachii ................................... 9
-— processus corac. ulnae ......................... 1
— olecrani ...................................... 1
— radii ........................................ 39
— ossis metacarpi ............................ 7
— digiti manus .................................. 5
n