Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 85
83
er hann tæplega hafandi á heimili vegna geðofsa. Er það stúlka,
rúmlega þrítug. Fóstra hennar er nýlega látin, og er stúlkan til
hráðabirgða hjá góðsömu fólki, sein tæplega getur haft hana til
lengdar.
U m b 1 i n d a.
Blönduós. Glaucoma er talsvert algengt hér sem víðar norðanlands.
U m d e y f i 1 y f j a n e y t e n d u r.
Blönduós. Deyfilyfjaneytandi telst 1 kona hálfáttræð, sem hefir
orðið það veg'na veikinda og það raunar fyrr en nú, þótt hún hafi
ckki verið skráð fyrr.
VII. Ýmis heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1938.
A árinu voru sett þessi lög', sem til heilbrigðislöggjafar geta talizt:
1. Lög nr. 16, 13. jan. 1938 um að heimila í veiðeigandi tilfellum
aðgerðir á fólki, er koma í veg' fyrir, að það auki kyn sitt.
2. Auglýsing nr. 38, 22. apríl 1938 um, að samningurinn, sem prent-
aður er sem l'ylgiskjal með lögum nr. 76, 21. des. 1937, um
heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin
í milliríkjasamningi 3. marz 1937 um slysabætur, só í gildi
genginn. 1
3. Lög nr. 54, 11. júní 1938 um breyting á lögum nr. 24, 31. maí
1937 um rannsókn banameina og kennslu í banameina- og líf-
færafræði.
4. Lög nr. 64, 11. júní 1938 um breyting á lögum nr. 55, 27. júní
1921 um skipulag kauptúna og sjávarþorpa.
5. Lög nr. 86, 11. júní 1938 um lífeyrissjóð Ijósmæðra.
6. Tilskipun nr. 112, 20. ág'úst 1938 um gerð og afgreiðslu sérlyfja.
Þessar samþykktir, úrskurðir, auglýsingar og reg'lugerðir voru
gefnar út af ríkisstjórninni:
1. Samþykkt um lokunartíma sölubúða á Siglufirði (14. jan.).
2. Bréf atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins til borgarstjórans
í Reykjavík um framfærslu styrkþega, er dvöldu í sjúkrahús-
um við gildistöku framfærslulaganna nr. 135, 1935 (14. júní).
3. Reglugerð um réttindi sjúkrasamlagsmanna, sem haldnir eru al-
varlegum langvinnum sjúkdómum (20. jan.).
4. Auglýsing um staðfesting dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á
samþykkt um viðauka við lögreglusamþykkt fyrir Siglufjarðar-
kaupstað nr. 82, 24. september 1929 (27. jan.).
5. Reglugerð um útbúnað í síldveiðiskipum (6. april).
6. Auglýsing um breyting á samþykkt nr. 56, 5. júní 1937 um lok-
unartíma skósmíðavinnustofa í Reykjavík (26. maí).
7. Auglýsing um breyting á samþykkt nr. 18, 12. apríl 1921 um
lokunartíma sölubúða í Vestmannaeyjum (1. júní).
8. Erindisbréf fyrir héraðslækninn á Akureyri (19. ágúst).
9. Reglugerð um hundahald í Ólafsvíkurhreppi (8. des.).