Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 88
86
1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 40 með samtals 668 rúmuin
eða 5,6%c, og hefir fjölgað um 10 rúm. Á heilsuhælum eru rúmin
talin 284 eða 2,4%0.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Unnið að því áfram að auka sjóði til byggingar sjúkra-
skýlis, og eru þeir nú samtals uxn 38000 krónur.
Hólmavíkur. Sjúkrahúsið á Hólmavík er byggt úr þykkum, ein-
földum steinveggjum með tvöföldum gluggum. Var upphitun á því
ábóta vant, þótt miðstöð væri. I vetur lét héraðslæknir bæta stórum
helluofnum á útveggi og setja nvjan ketil, og hefir það reynzt af-
bragðsvel.
Miðfj. Engar breytingar gerðar á árinu, Til röntgentækjakaupa
barst sjúkrabúsinu myndarleg gjöf á árinu, 1000 krónur, frá kven-
félagi Staðarhrepps. Síðan komu önnur kvenfélög og einstaklingar
á eftir, svo að gjafafé safnaðist hátt á 3. þxisund krónur, og var
ákveðið á sýslufundi að leggja til það, sem á vantaði, er ríkisstyrkur
væri fenginn.
Blönduós. Sjúkrahúsið á við frekar erfiða afkomu að bxia og er
rekið með á 3. þúsund króna halla, sem sýslan verður að greiða.
Sauðárkróks. Ljóslækninga urðu 116 manneekjur aðnjótandi:
Anaemia 33, rachitis 20, adenopathia intern. 17, adenitis 13, neurast-
henia 17, ulcera 2, tb. extern. 2, scrophulosis 5, pleuritis 5, eczema 2.
Höfðahverfis. Á þessu ári var haldið áfram byggingu læknisbú-
staðarins og sjúkraskýlisins. Gekk heldur seint, en smámiðaði þó
áfram. Húsið er þó ekki alveg fullgert, vantar á það járn, því að
það fékkst ekki síðastliðið haust, en mun eiga að setja það á í surnar.
Sjúkrastofurnar hafa ekki enn verið gerðar hæfar til að taka á móti
sjúklingum, þótt það hafi sýnt sig, að þeirra er full þörf. Vantar enn
í þær rúnx og rúmfatnað og annað þeim tilheyrandi. Húsið hefir orðið
dýrara en búizt var við, og er það nxi komið upp í kr. 26263,65.
Byggt var hér í haust 4 kxia fjós úr steinsteyjxu, og er það eina hxisið,
sem nýtilegt er, hin öll að falli komin eða hálffallin.
Seyðisfj. Engin breyting' á rekstri sjxikrahússins. 10 röntgenmynd-
ir voru teknar og 70 gegnlýsingar gerðar á 45 sjúklingum, auk 60
gegnlýsinga í desember á vegunx hinnar nýju berklavarnarstöðvar.
Um 55 sjúklingar fengu ljósböð (háfjallasól), aðallega börn með
vanþrifum og lystarleysi. Ivvenfélag Seyðisfjarðar hefir gefið sjúkra-
húsinu 20 heyrnartól, og var þeinx komið xipp fyrir jólin 1937.
Norðfj. Fyrirkomulagið er óbreytt frá því í fyrra. Hjúkrunarkonan
hefir tekið sjxikrahúsið á leigu með öllu tilheyrandi. G,reiðir hxin
kr. 2000,00 í leigu á ári, sem greiðist þannig, að hxin heldur 2 þurfa-
linga fyrir bæinn, og reiknast kr. 1000,00 með hvorum þeirra. Vegna
íjárskorts treystist bærinn á engan hátt að reka sjúkrahxisið sjálfur.
En fyrirkomulagið, með öllu, sem það dregur á eftir sér, er ófæ'rt.
Reyðarfj. Sjúkrahús ekkert í héraðinu, engin hjxikrunarkona og
engin röntgentæki. í aðkallandi tilfellum hefi ég tekið sjúldinga
inn á heimili mitt.
fíerufj. Sjúkraherbergið í lælcnisbústaðnum var notað eins og að
undanförnu. Hjúkrunarfélag er ekkert í héraðinu né sjxikrasamlag,