Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 91
89
andi og 8 með virka berklaveiki í öðrum líffærum. Stöðin var opin
íills 50 sinnum.
3. Heilsuverndarstöð Sei/ðisfjarðar.
Heilsuverndarstöð var stofnuð hér í byrjun desember. Starfar hún
fyrst og fremst að berldavörnum, og er ætlast til, að rannsakaðir
verði sem fleslir af íbúum kaupstaðarins og jafnframt þeir aðrir,
sem kunna að verða sendir til rannsóknar i'ir nágrannahéruðunum.
í desember var allt fólk í opinberum stöðum, einnig verzlunarfólk,
alls 60 manns, rannsakað og gegnlýst, og kom ekkert ábyggilegt ab-
normt í ljós. Einnig voru 50 börn á aldrinum 1—6 ára berklaprófuð
(Moro). Reyndust 2 +, og var kunnugt um það áður.
4. Heilsuverndarstöð Vestmannaeijja.
Heilsuverndarstöð tók hér til starfa 1. júli síðastliðinn, og starfa
við hana héraðslæknirinn og Einar Guttormsson sjúkrahúslæknir.
Aðalbækistöð sína hefir stöðin í sjúkrahúsinu. Hjúkrunarkona var
ráðin frá 1. nóv., og er hún jafnframt skólahjúkrunarkona. Allt er
gert til að hafa uppi á smitberum og koma þeim síðan fyrir á hæli
eða sjúkrahúsi. Álls voru rannsakaðir á stöðinni 329 manns. Voru
framkvæmdar 454 skyggningar og 15 röntgenmyndir teknar, 22
loftbrjóstaðgerðir gerðar á 5 sjúklingum. Víðtækt berklapróf var
framkvæmt á börnum frá 1 árs aldri. Af þeim, sem leituðu stöðvar-
innar, reyndust 47 vera með virka berklaveiki eða 14,3%. Voru 5
með smitandi lungnaberkla, 37 með virka lungnaberkla, en ekki smit-
andi, og 24 með virka berkláveiki í öðrum líffærum, þar af 3 með
fistla.
Sjúkrasamlög.
Lögskráð sjúkrasamlög voru á árinu sem hér segir samkvæmt
upplýsingum Tryggingarstofnunar ríkisins, og er miðað við meðal-
meðlimatölu samkvæmt greiddum ríkisstyrk:
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
— Hafnarf jarðar.......
— Akraness ............
— Isafjarðar ..........
— Siglufjarðar ........
— Akureyrar ...........
— Seyðisfjarðar .......
— Neskaupstaðar .......
—• Vestmannaeyja ........
— Fljótshlíðar ........
með 18672 meðl
— 2174 —
— 705 —
— 1541 —
— 1662 —
— 2831 —
— 463 —
— 479 —
— 1832 —
— 185 —
Samtals með 30544 meðJ.
Meðlimatala hinna lögskráðu sjúkrasamlaga hefir þannig nurnið
29,6% (1937: 25,4%) allra landsmanna (auk barna innan 16 ára
aldurs, sem tryggð eru með foreldrum sínum). Nemur meðlimatai-
an ca. 80% af þeim, sem eru tryggingarskyldir. Auk hinna lögskráðu
samlaga er getið um þessi samlög, sem enn hafa ekki verið lögskráð:
Sjúkrasamlag Sauðárkróks (202 meðl.), Holtamanna (60 meðl.)
og Reyðarfjarðar (30 meðl.). Samtals 292 meðl.
12