Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 95
93
Aldinsafi og aldinsöft: 1 sýnishorn af „saft“ reyndist litað
sykurvatn, auk þess selt af kút, en það er óheimilt. Aldinsulta og
aldininauk: í 2 sýnishornum var of mikið vatn (38,0% og 40,1%).
Kakaó: í 1 sýnishorni var fita aðeins 10,62%, en þó ekki auð-
kennt „fiturýrt kakaó“.
Krydd: í 4 tilfellum of mikil aska, í 2 tilfellum of litlar ilm-
olíur, í 1 of mikill sandur og tréni.
Mjöl: 1 sýnishorn af haframjöli rakt og súrt, í 2 sýnishornum
af rúgmjöli of mikill sandur.
Mjólkurostur: I 2 sýnishornum of lítil fita (15,37% og'
12,78% í stað 20%).
Smjörliki: í 1 sýnishorni of mikið vatn, 17,1%.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Viða steypt íbúðarhús þetta ár, flest með baði og vatns-
salerni.
Borgarnes. Eitthvað byggt af nýjum húsum bæði hér í þorpinu og
í sveitinni. Hús að verða haganlegri með aukinni reynslu og þekk-
ingu, en það lakasta á þessu sviði er það, að nú virðist koma í ljós,
að sum nýbyggðu húsin í sveitinni virðast hálfónýt, þótt byggð hafi
verið úr steinsteypu á allra síðustu árum. Húðin dettur utan af þeim,
veggir eru sprungnir og allt fullt af raka og óþrifnaði. Þetta er sem
betur fer ekki viða, en þó veit ég' um 3—4 hús hér nærlendis, sem
svona er ástatt um.
ólafsvikur. Húsakynni fara batnandi í sveitum, en í sjávarþorp-
unum virðast þau standa í stað, og er þeim mjög ábótavant. Salerna-
Ieysi er tilfinnanlegur ágalli á flestum heimilum. Þrifnaði er mjög
ábóta vant innan húss og utan, og stafar það bæði af efnaskorti og
hirðuleysi.
Dala. Byggð 7 íbúðarhús. Yfirleitt virðast nýbyggingar í sveitum
fara batnandi að fyrirkomulagi og frágangi öllum. Stærð þeirra og
herbergjaskipun meira sniðin eftir beinum þörfum hvers heimilis en
áður var. Miðstöðvarhitun, vatns- og skolpleiðsla í flestum og í ein-
staka vatnssalerni og þvottahús í kjallara. Víða vantar þó salerni
enn þá og það jafnvel á heimilum, sem að öðru leyti eru myndar- og
þrifnaðarheimili. Er því auðsætt, að hér er ekki efnaleysi um að
kenna, heldur hinu gamla íslenzka „tómlæti" um jiað, sem betur
iná fara.
Begkhóla. 1 gott steinhús var byggl á árinu. Nokkuð gert við önnur
hús. Þrifnaður virðist sæmilegur.
Þingegrar. Húsakynni fara almennt batnandi. Að vísu er litið
hyggt af nýjum húsurn í kauptúninu, en talsverðar umbætur á þeim
eldri. Miðstöðvarhitunum fjölgar. Fráræsla og vatnssalerni koma i
mörg hús. I sveitum hefir verið mikið gert að byggingu nýrra húsa,
enda víða þörf á því. Á hinn bóginn virðast bændur nú hafa lært að
sníða sér stakk eftir vexti um húsagerð. Eru húsin nú miklu smærri
og vandaðri en áður tiðkaðist.