Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 98
96
salerni eru áætluð í þessum nýbyggingum — en þó ekki alls staðar
sett upp, sízt strax — þykir hentugra að nota klefann til annarra
þarfa fyrst í stað. Fjósin þykja yfirleitt víða nothæf enn þá. Annars
er yfirleitt flutt í nýju húsin undir eins og þau eru fokheld, en allt
ófullgert bæði að innan og utan. Stafar þetta bæði af því, að gamli
kofinn er alveg kominn að hruni, og svo af hinu, að lánsféð er á
þrotum — og getan ekki meiri i svipinn. Leiðir þetta oft til þess,
að húsin verða seint eða aldrei fullgerð. Getur oft verið mikið vafa-
mál, hvort hefði verið betra að haldast við í gömlu torfbæjunum,
þótt lélegir væru, því að þeir voru þó oftast hlýrri en þessi köldu
og oftast röku, illa upphituðu nýju steinhús.
Seijðisfí. Eitt nýtízku steinsteypuhús í fúnkis-stíl var byggt á árinu.
Reijðarfí. Húsakynni lík og áður. 2 ný íbúðarhús byggð á árinu auk
stórs og vandaðs verzlunarhúss. Menn hirða betur um hús sín og
lóðir en áður var. Miðstöðvar mjög víða í húsum á Eskifirði og raf-
veitan bætt til muna. Vatnssalerni víða. Þrifnaður er sæmilegur og
víða góður, einkum á Reyðarfirði, þar sem rafmagn er notað bæði
til hitunar og eldunar auk ljósa.
Berufí. 1 nýtt hús var byggt á árinu úr timbri. Húsakynni í sveitum
eru víða að verða sæmileg. Hafa þau sérstaklega batnað, síðan lögin
uin endurbyggingu sveitabæja komu til framkvæmda. Hér í þorpinu
hafa hús yfirieitt gengið úr sér vegna getuleysis eigenda að því er
snertir viðhald þeirra. Liggur ekki annað fyrir en að þau fúni niður,
ef svo heldur áfram til lengdar.
Hornafí. Eins og undanfarin 3—4 ár var alhnikið um nýbyggingar
bæði yfir fólk og fé, og fækkar óðum torf- og timburkofum.
Vestmannaeyja. Á árinu hefir holræsa- og götugerð þokað tölu-
vert áfram —- unnið að því í atvinnubótavinnu að haustinu til. Lítið
byggt af nýjum húsuiu.
Eyrarbakka. Talsvert er byggt, ýmist úr járni og' tiinbri eða þá úr
steini. Það má heita sameiginlegur galli á steinhúsunum vel flest-
um, að þau eru bæði köld og' saggasöm. Slaginn er oft svo mikill,
að allt rennur út. Þetta virðist vilja við brenna, þótt reynt sé að
vanda allt vel til bygginganna. Vafalítið stafar rakinn að verulegu
leyti af ónógri upphitun. Miðstöðvar eru að vísu oft látnar í hús-
in, en fólkið hefir ekki afl á að kynda að neinu gagni, og' kemur
því sá góði útbúnaður fyrir ekki.
Grímsnes. Húsabyggingar hafa verið nokkrar eins og undanfarin
ár. Eru íbúðarhús nú byggð miklu vandaðri en fyrr.
Keflavíkur. Húsakynnum fjölgar töluvert í héraðinu, sérstaklega í
Keflavík og nokkuð í Garðinum, og' eru sum í nýjasta stíl. Þrifnaður
fylgir og þessum nýju húsum, en við verbúðirnar gleymist þrifn-
aðurinn, þegar sjósóknin er sem áköfust, enda eru sumir sjóskúrarnir
óheppilega byggðir til þess að auðvelt sé að þrífa þá eða í kringum þá.
5. Fatnaður og matargerð.
Mataræði fólks færist árlega til betra horfs að því leyti, að ný-
metisneyzla eykst og þar á meðal garðávaxta og' grænmetis. Mjólkur-