Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 100
98
Vopnnfj. Áhugi virðist fremur aukast fyrir heimilisiðnaði. Prjóna-
vélar eru á mörgum heimilum og' mikið notað af prjónafötum. Vefn-
aður færist einnig dálítið í aukana. Á árinu var enginn skortur á
vinnufatnaði, skófatnaði eða algengri álnavöru i verzlunum. Kart-
öfluuppskera varð mjög rýr. Garðmatur mun því hafa verið í minnsta
lagi víða á heimilum.
Hróarstungu. Klæðnaður hreytist lítið. Kvenþjóðin — sú yngri —
reynir að tolla í tízkunni, og hún kemur með vmislegt, sem er ekki
sem heppilegast eða hentugast í sveitinni. Karlmenn klæða sig yfir-
leitt hetur. Ullarnærföt og ullarsokkar að rnestu notað á vetrum.
Skófatnaður mestmegnis gúmskór og stigvél. Um matargerð er lítið
nýtt að segja. Það er súri og salti maturinn, sem er mest notaður
allt árið, en nýmeti helzt á sumrin. Kartöflur og' rófur eru víðast
nægilegar, mjólk einnig. Á kaffi og sætabrauði virðist enginn skort-
ur, enda býst ég við, að kaffi, hveiti og sykur séu orðin að stærstu
útgjaldaliðunum hjá mörgum. Er það ekki nein furða, þegar þetta
þrennt er talið hið nauðsynlegasta, er rætt er um matvörur.
Regðarfj. Fólk klæðir sig hér yfirleitt vel og snyrtilega, eftir því
sem efni leyfa. Innlendur fatnaður meira og minna notaður, eftir því
sem hann verður samkeppnishæfari við erlendan. Mataræði fólks
má teljast gott, mest fiskur og' mjólk. Garðrækt og grænmetisneyzla
fer árlega vaxandi, og gera konur mikið að því að matbúa rabarbara
og her til vetrarins. Flest heimili í þorpunum hafa kú og hænsni.
Svínarækt nokkur á Reyðarfirði.
Berufj. Aðallega notuð venjuleg' vinnuföt bæði til sjávar og' sveita.
Talsvert notuð útlend nærföt. Skófatnaður nær eingöngu gúmskór,
framleiddir hér. Flestir þorpsbúa hafa smábú: 1—2 kýr, nokkrar
kindur, hænsni og svo kálgarða. Hér í þorpinu er nú í uppsiglingu
allmyndarleg nýrækt, sem vænta má, að gefi allmikinn heyskap af
sér á þessu ári og bætir þar með úr tilfinnanlegum skorti á nærtæk-
um heyskap. Matur mun vera, líkt og annars staðar við líka stað-
háttu, frekar fábrotinn, einkuin þá mánuði ársins, sem ekkert ný-
meti fæst.
Vestmannaegja. Viðurværi manna fer batnandi. Matjurtarækt hefir
aukizt til muna hin síðari ár.
Eijrarbakka. Ég þykist mega fullyrða, að allir austur hér hafi
nægilegt að bíta og brenna. Líklega er þó fæði ekki alltaf hentugt og
oft kostarýrara en vera þyrfli. Matargerð er víðast fábrotin og fylgir
enn að ýmsu leyti föstum reglum aftan lír forneskju. Nokkrar breyt-
ingar hafa þó að sjálfsögðu á orðið, sumar til bóta, en aðrar til ills
eins, eins og gengur. Margar húsmæður eru orðnar meira og' minna
ringlaðar af fjörefnafræðslu þeirri, sem í þær er troðið í ræðu og
riti. Bændur og fóllc þeirra mun neyta mjög lítils smjörs. Smjörlíki
er aðalviðbitið, engu síður í sveitum en við sjó. Grænmetisneyzla er
lítil sem engin, að undanteknum kartöflum og rófum. Kartöfluræktin
færist nú svo i aukana hér i þorpunum, að aldrei hefir betur verið.
Þrifnaður er upp og niður, eins og gengur. Ég er þeirrar skoðunar,
að ineðferð matar sé víða, eða jafnvel víðast, mjög áfátt.
Grimsnes. Gróðurhúsum fjölgar á hverju ári, einkum í Biskups-