Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 101
Ö9
iungum. Eru þar aðallega ræktaðir tómatar. í ráði er að auka þessa
i'ækt stórlega á næsta ári. Kartöflurækt er víðast í góðu lag'i og græn-
metisrækt nokkur.
Keflavikur. Garðræktin færist stöðugt í vöxt, sérstaklega kartöflu-
ræktin. Þó er töluvert ræktað af öðru grænmeti og öllu meira notað.
Fatnaður er sæmilegur hjá flestum, sérstaklega utanyfirfatnaður,
en hálfsilkið í sokkum og annars staðar er áberandi. Minna af
ullarnærfötum.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Mjólkurframleiðslan eykst og að sama skapi mjólkurneyzlan í
hæjum og þorpum. Pasteurshitun mjólkur er nxi tíðkuð í stærstu
kaupstöðunum, og allri meðferð ínjólkur fer fram. Þó er fjósum og
hirðingu víða ábóta vant, en sá óþrifnaður sýnu verstur og hættu-
legastur, að á mörg mjólkursöluheimili vantar salerni, eða salerni
eru verri en engin.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Mjólkursala er engin nema innan kauptúnanna.
Dala. Mjólkursala engin, svo að teljandi sé.
Ögur. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala er mikil. Mest er selt til
lsafjarðar. Víðast munu heimilin hafa næga mjólk nema ef til vill í
Súðavík.
Sauðárkróks. Á Sauðárkróki er mjólkursamlag. Er þar pasteuri-
seruð öll mjólk. í kauptiininu Sauðárkróki eiga þó margir kýr og
mjólk til heimilisnotkunar og eitthvað til sölu í þorpinu. Sii mjólk
er ekki pasleuriseruð. í kauptúninu eru um 150 kýr.
Höfðahverfis. Mjólkurframleiðsla mun hér svipuð og undanfarið
ár. Seld er héðan lir Grýtubakkahreppi mjólk til Akureyrar frá 25
heimilum vor- og sumarmánuðina.
Regkdæla. Kúamjólk mun hafa aukizt, en fráfærur eru alveg
hættar. Mjólk er ekíci seld út lir héraðinu.
Reyðarfj. Mjólkursala hingað til Eskifjarðar er aðallega frá einu
heimili (Eskifirði), mesta fyrirmyndarheimili.
Berufj. Mjólkurframleiðsla og þar með mjólkurneyzla er alltaf
heldur að aukast og má vænta, að framleiðsla fullnægi vel þörfinni,
ef vonir manna um nýræktina rætast. Mjólkursala er engin nema
manna á milli í þorpinu, eftir því hvernig stendur á kúm, og er mjólk-
in þá oftast gefin.
Eyrarbakka. Aðalstoð bændanna austur hér hefir verið Mjólkur-
hú Flóamanna. Vinnsla mjólkur og sala hefir gengið svo vel, að
útborgað fitumagnsverð hefir aldrei orðið jafnhátt og í ár. Dýra-
læknirinn tjáir mér, að þrifnaður í fjósum sé víða af mjög skornum
skammti og óvönduð umgengni enda sé meðferð mjólkurinnar eftir
því. Vanhús vantar á fjölda bæja, og eru fjósin þá ætíð notuð í
þeirra stað. Dýralæknirinn kveðst hafa bent stjórn Mjólkurbús
Flóamanna á þetta og beint því til hennar að beita sér fyrir um-
hótum. í þorpunum er seld talsverð mjólk húsa á milli. Bændur
allir og xnargir þeir, sem kýr hafa við sjóinn, senda mjólkina í Flóa-