Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Síða 103
101
Ólafsfl. Töluvert ber á áfengisnautn, einkum að vetrinum og á
samkomum. Vill þá oft verða æði róstusamt.
Höfðahverfis. Áfengisnautn er hér lítil. Helzt kemur það fyrir, að
menn sjáist svolítið við vín á dansleikjum. Kaffi er drukkið mikið
við sjóinn. Tóbak er notað talsvert mikið, mest reyktóbak og dálítið
af neftóbaki.
Reijlcdæla. Afengisnautn lítil. Brugg' þekkist ekki.
Vopnafl. 3 tilfelli af alkoholismus acutus komu fyrir á árinu, og
niun það hafa verið illa soðinn ,,landi“, sem veikindunum olli. Ann-
ars er áfengisnautn hér furðu lítil. Sama rná og segja um tóbaks-
nautn. Hún er mjög' hófleg og lítið um dýrar tóbakstegundir.
Hróarstungu. Áfengisnautn er ekki leljandi og fer víst heldur
minnkandi. En tóbaks- og kaffinotkun fer aftur á móti ekki minnkandi.
Reijðarfl. Áfengisnautn hefir mjög minnkað, og brugg þekkist hér
nú ekki lengur. Kaffi- og tóbaksnautn mikil og almenn.
Bcrufl. Áfengisnautn mest áberandi í sambandi við skemmtanir,
einkum hér í þorpinu. I sveitunum er lítil áfengisnotkun. Landa-
brugg fer fram á færri stöðum en verið hefir. Dálítið gera menn að
því að panta frá Áfengisverzlun ríkisins, en þó held ég, að það sé
minna en í fyrra. Tóbaksnotkun er mikil. Flestir reykja pípu, og
unglingarnir byrja flestir að reykja, þ. e. a. s. opinberlega, þegar
þeir eru fermdir. Minna hefir borið á tóbaksreykingum barna en í
fyrra, og getur það verið af því, að þau fari meira í felur með það.
Kaffinotkun er alltaf mjög mikil.
Hornafl. Áfengisnotkun hér lítil og minnkandi. Aftur á móti er
tóbaksnautn mikil og frekar vaxandi, einkum vindlinga, sem voru
hér lítið þekktir fyrir ca. 10 árum. Kaffi mikið drukkið.
Vestmannaegja. Áfengisnautnarbölið svipað og áður hér í héraði.
Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og undanfarið.
Eijrarbakka. Áfengisnautn á samkomum er allveruleg. Þó mun
heldur hafa brugðið til hins betra í þessum efnum upp á síðkastið,
og einhver hreyfing' mun vera vakin í því skyni að gera samkom-
urnar sæmilegri en verið hefir. Tóbaksnautn er í sama algleymingn-
um og áður. Svo mikið ber á reykingum ungra kvenna, að það vek-
ur beinlínis athygli, ef stúlka, sem komin er yfir ferxningu, svælir
ekki í sig vindlingum seint og' snemma. Það mun ekki óalgengt, að
margar stiilkur eyði helming kaups síns í vindlinga og stundum
vafalaust vel það.
Grimsnes. Tóbaksnautn mun vera í meðallagi, eftir því sem gerist
annars staðar á landinu. Að því er áfengisnautn snertir, en hún er
ekki mikil í héraðinu, standa ungu mennirnir í héraðinu hinum
gömlu framar.
Keflavikur. Stiikur hafa nú 3 verið stofnaðar í héraðinu, og hefir
færzt nýtt líf í bindindismál á Skaganum, enda ekki vanþörf á.
Byrjandi áhrif til bóta koma í ljós, t. d. betri framkoma á skemmt-
unum. Tóbaksnautn eins og áður, en stúkurnar reyna líka að draga
úr henni.