Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 104
102
8. MeðferS ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XII) hvernig 2239
börn af 2320, sem skýrslurnar ná til, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir (tölur síðastliðins árs í svigum):
Brjóst feng'u . 88,0% (86,7%)
Brjóst og pela fengu ,. 5,7— ( 5,6—)
Pela fengu 6,3— ( 7,7—)
í Reykjavík líta tölurnar þannig út: Brjóst fengu , . 98,0— (97,4—)
Brjóst og pela fengu . 0,7— ( 0,8—)
Pela fengu 1,3— ( 1,8—)
Lælcnar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Langflest börn eru liöfð á brjósti, og' eftir ungbarna-
kvillum að dæma virðist meðferð þeirra sæmilega góð.
Ögur. Meðferð ungbarna fer batnandi og þar með heilsufar þeirra,
enda ungbarnadauði mjög Iítill. Lýsisgjöf tíðkast mjög.
Hesteyrar. Meðferð ungbarna sæmileg. Flest ungbörn höfð á brjósti.
Miðfí. Meðferð ungbarna góð.
Höfðalwerfis. Meðferð ungbarna verður að teljast góð. Flest fá
brjóst og' snemma lýsi.
Öxarfí. Meðferð ungbarna er víðast prýðileg. Á mínum dögum hafa
samt ónotalega mörg orðið bráðdauð á dularfullan hátt. Ég veit, að
sum liafa kafnað i sæng sofandi móður, líklega 3 eða 4.
Seyðisfí. Meðferð ungbarna góð og þekking yfirleitt sæmileg í þeim
efnum, enda enginn ungbarnadauði.
Reyðarfí. Meðferð ungbarna yfirleitt góð.
Berufí. Meðferð ungbarna mun yfirleitt vera góð. Lítið ber á al-
varlegum kvillum hjá þeim, og' ekkert ungbarn dó á árinu.
Vestmannaeyja. Meðferð ungbarna er yfirleitt góð. Mæðrum eru
eftir föngum gefin ráð og leiðbeiningar uin heilsuvernd, einkum að
bafa þau á brjósti og verja þau beinkröm o. s. frv.
Grímsnes. Meðferð ungbarna er góð.
Keflavíkur. Meðferð ungbarna víðast góð. Börn fá brjóst og jafn-
vel lýsi.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. Íþróttalíf eykst.
Ólafsvíkur. íþróttir eru ekkert stundaðar nema lítils háttar sund-
kennsla og barnaskólaleikfimi í sumum skólum.
Dala. Á þessu sumri var lokið við byggingu sundlaugar í Hörðudal.
Er það steypt, opin laug ásamt timburskúr til fatageymslu. Sund-
námskeið fór fram að Sælingsdalslaug eins og að undanförnu. Litið
um aðrar íþróttir.
Hóls. Sundlaugin (hituð með kolum) var notuð á þessu sumri eins
og undanfarin ár. Aðrar íþróttir hafa nokkuð verið iðkaðar á árinu,
svo sem glímur, og fimleikaflokkar æfðir bæði fyrir karla og konur.