Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 105
103
Er þetta meira stundað vegna þess, að í þorpinu dvelur maður á
vetrum, fæddur þar og uppalinn, er lagt liefir stund á íþróttir og
getur kennt þær. Hefir hann dvalið við íþróttanám i Ollerup, í
Danmörku.
Ocjur. íþróttir eru lítið stundaðar nema í Reykjanesskólanum. Þó
starfa íþróttafclög í Súðavík og í Nauteyrarhreppi, en erfiðlega geng-
11 r að halda uppi reglulegum æfingum, sumpart vegna strjálbýlis og
'egna stöðugt vaxandi burtflutninga unglinga úr héraðinu. í Reykja-
nesinu er ágæt sundlaug, og þar er verið að úthúa stórt íþróttasvæði.
Hesteijrar. 1 ungmennafélag er í héraðinu. Hefir það sýnt dugnað
1 því að koma upp húsi, sem mun vera skuldlaus eign þess, en
starfar annars ekkert að íþróttamálum, að því er ég veit. Útiíþróttir
eru lítið stundaðar nema lítils háttar skíðaferðir á vetrum og sund
síðast liðið sumar. Steinsteypt sundlaug var byggð í Reykjarfirði
í vor. Er það eina sundlaugin í héraðinu og mikil, en um leið hin
einasta framför i íþróttamálum þess. Voru sundnámskeið þar i
sumar vel sótt og báru góðan árangur. Er i ráði að kenna farslcóla-
börnum þarna sund í vetur.
■Viðfj. Áhugi á iþróttum — einkum útiíþróttum — alltaf talsverður.
Blönduós. Íþróttalíf er hér eiginlega ekkert, nema hvað knatt-
spyrna er talsvert iðkuð af hinum yngri mönnum.
Ólafsjj. Af íþróttum eru aðallega stundaðar skiðagöngur og' stökk.
Engin fimleikakennsla við barnaskólann, og veldur hússkortur.
Svarfdæla. U. m. f. Svarfdæla hélt 6 vikna námskeið í fimleikum
og glímum. Þátttakendur í fimleikunum 108 og' 6 í glímum. Enn-
fremur skíðanámskeið með 10 þátttakendum, og fótbolta æfðu 25.
í sundskóla Svarfdæla voru haldin 4 sundnámskeið samtals 10 vik-
ur, sundmenn alls 231, þar af 81 úr öðrum hreppum. Kennd voru
öll venjuleg sund, en sérstök áherzla lögð á inarvaða, björgun og
lífgun.
Akureyrar. íþróttir hafa verið með mikluin blóma allt árið, sund,
knattspyrna, fimleikar og tennis. Einnig er mikill áhugi á golf og
ler stöðugt vaxandi. Þá má geta þess sérstaklega, að skíðaíþrótt
hefir verið iðkuð hér meira í vetur en nokkru sinni áður. Má eink-
um g'eta þess, að áhugi og þátttaka Menntaskólapilta í skiðaíþrótt-
inni er svo almenn, að varla er einn einasti, sem á ekki skíði og
fer vel á skíðum.
Höfðahverfis. Dauft er yfir öllu íþróttalífi hér. Nokkuð farið á
skiðum hér í vetur. Knattspyrna iðkuð dálítið á sumrin.
Reykdæla. Íþróttalíf er mikið, og mun það ungmennafélögunum
mest að þakka. Skemmtanalíf fjölbreytt.
Öxarfj. íþróttir fyrirfinnast ekki. Aðaláhugaefni ungra manna
virðist refarækt, skák og dans.
Hróarstungu. íþróttir eru lítið iðkaðar nema við Eiðaskólann. Knatt-
spyrna svolítið iðkuð í sumum hreppum.
Seyðisfj. Eitt iþróttafélag er starfandi, hefir íþróttalcennara mn tíma
að vetrinum og annan við sundkennslu á suinrin. Sldðaaldan hefir
borizt hingað, og' ganga ungir og gainlir á skíðum. Fjársöfnun er
hafin til að koma upp sldðaskála.