Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 106
104
Retjdarfj. íþróttir lítið iðlcaðar, helzt knattleikir á sumrin og sund.
Skíði eiga margir, en skíðafæri sjaldan, nema gengið sé á fjöll.
Berufj. íþróttir því miður ekkert iðkaðar. Vantar bæði fé og önn-
ur skilyrði og auk þess sjálfsagt áhuga.
Vestmannaeijja. Nýr og vel gerður íþróttavöllur er tekinn til notk-
unar. íþróttir eru mikið iðkaðar hér á sumrin og áhugi manna á
þeim mikill.
Eyrarbakka. Ekki hefir verið tekin upp kennsla í líkamsæfingum
við skólana, og ekki ber á neinni viðleitni til að bæta skilyrði í því
skyni. í Hveragerði var opnuð sundlaug í byrjun ársins (6. janúar).
Hún er 12 X 25 m, en fyrirhugað er, að hún verði siðar 50 m á lengd.
í sambandi við hana eru 3 allstórir steypibaðklefar, hitaðir upp með
hveravatni og raflýstir. Þar útbúnaður fyrir bæði heit og köld steypi-
höð. Um 100 manns nutu sundkennslu s. 1. ár. Baðdagar voru ca. 11000.
Grimsnes. Iþróttalíf nokkuð. Leiltfimi kennd við flesta barnaskól-
ana, sund sömuleiðis. Heitar sundlaugar eru í 4 hreppum héraðsins.
Iíeflavíkur. íþróttir og íþróttaáhugi færist í vöxt, ekki sízt í Kefla-
vík. Prestar okkar fara með nokkuð af skólabörnum til Laugar-
vatns til að nema sund og' dvelja þar 2—3 vikur. Sundkennsla fer
líka fram í héraðinu.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. Erindi um mataræði, tóbak og áfengi var haldið fyrir
skólabörnum á Dalvílc að lokinni skólaskoðun.
Reykdæla. Reynt er að brýna fyrir mönnum í viðtali heilbrigt
mataræði.
Rcyðarfj. Læknir fer yfir „líkamsfræði og heilsufræði“ með burt-
fararprófsbörnum á vorin og kennir þeim helztu umferðarreglur.
Berufj. Kennd heilsufræði í unglingaskóla, sem starfaði hér í þorp-
inu síðastliðinn vetur.
Vestmannaeijja. Fólki leiðbeint á ýmsan hátt með viðtali og
blaðagreinum.
11. Skólaeftirlit.
Tafla IX.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema þremur (Bíldudals, Þistilfj. og Fljótsdals) og' ná til 14403
skólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla IX), sem gerð hefir verið upp úr
skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11533 börn eða 80,1%
allra barnanna notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum. 321 barn eða 2,2% hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skól-
unum. 1822 börn eða 12,7% hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 727 eða 5,0% í íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það
virðist vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er