Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 109
107
Sennilega er það að raestu upp étið á vorin. Á þeiin tíma og t'yrri
liluta sumars eru peningavandræði yfirleitt og auk þess mjólkurleysi.
I'ess niá geta, að á framan nefndu 7 mánaða tímabili voru afarmikil
veikindi (inflúenza), er lögðust einna þyngst á börn, og gæti verið,
yð þyngdaraukinn hefði ella orðið meiri.
Akureyrar. Héraðslæknir var ráðinn skólaiæknir við barnaskóla
A] •cureyrar frá 1. maí 1938 til 1. maí 1939. Sú breyting var gerð á
starfi skólalæknisins, að hann væri til viðtals í skólanum að minnsta
kosti 2 tíma í viku, annan daginn fyrir bádegi, en hinn daginn eftir
hádegi og athugaði þar þau börn, er kennarar eða hjúkrunaikona
skólans vildu láta skoða, svo og ef kennarar eða foreldrar barnanna
vildu leita ráða eða aðstoðar skólalæknis viðvíkjandi börnunum.
Síðast á árinu 1938 voru fengnir 2 kvarzlampar (háfjallasól), og
voru þeir báðir teknir til notkunar í skólanum fyrri hluta desember-
mánaðar.
Höfðahverfis. Skoðað hefi ég skólabörnin tvisvar: í byrjun hvers
riámsskeiðs og svo aftur í lok þess, auk þess athugað nokkrum sinn-
um á vetrinum, hvort þau hefðu óþrif. í byrjun og lok hvers náins-
skeiðs hafa börnin verið vegin og mæld, og hafa komið í Ijós hjá
þeim góðar framfarir. Bætt hefir verið timburforskyggni við skóla-
lnisið, sem er að flatarmáli (gólfflötur) 2,25 X 1.45, og einnig var
settur línóleumdúkur á stofu, þar sem börnin leika sér í frímínútum.
Upphitun í skólahúsinu er ekki í sem beztu lagi. Börnin lengdust
að meðaltali um 1,64 cm og þyngdust um 1,66 kg á 3 mánuðum.
Lýsi fengu öll börn í skólanum í vetur.
Öxarfj. Ýmsar breytingar urðu í skólamálum á árinu. Skólahús
var byggt á Raufarhöfn, og var það óumflýjanlegt. Ivennarabústað-
ur var byggður í Núpasveit. Við skólahúsið í Öxarfirði var byggt
samkomuhús, sem og á að vera skólanum að einhverju g'agni (leik-
fimissalur).
Hróarstungu. Yfirleitt er reynt að koma skólunum fyrir á skárstu
stöðunum, sem völ er á. Enn er þó langt frá, að fyrir þessu sé séð
á fullnægjandi hátt, og er því ekki hægt að segja annað eða rneira
en að ástandið í þessum efnuin sé viðunandi eftir atvikum.
Reyðarfj. Skólaskoðun fór fram á öllum kennslustöðunum í byrj-
un skólaársins. Skólahúsið á Eskifirði hefir verið mikið bætt innan
og utan, og er verið að lagfæra meira. Börnunum gefið lýsi seinni
part vetrar.
Fáskrúðsfj. A Höfðahúsum á kennsla að fara fram í litlu íbúðar-
herbergi, scm einnig er sofið í. í Hafnarnesi var ætlunin að kenna í
kaldri, ofnlausri herbergiskytru, sem er ca. 25 m8 að rúmmáli.
Berufj. Skólaslcoðun fór fram í byrjun skólaárs eins og venjulega.
Farskólastaðir fara batnandi með batnandi húsakynnum yfirleitt.
Mikið vantar þó á, að þeir séu góðir. Nokkur hreyfing er í Breiðdal
fyrir því að koma á heimavistarskóla fyrir sveitina. Skólahúsið hér
í þorpinu er orðið of lílið, en hreppurinn á heljarþröm og hefir ekki
efni á að bæta úr því. Vildi svo vel til í haust, að hægt var að fá
sæmilega stofu leigða til skólahalds. Barnaskólahúsið reyndist ol'
lítið, og var því leigð stofa í prívathúsi.