Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 111
109
Reijðarfj. Meðferð þurfalinga er góð.
Berufi. Meðferð þurfalinga virðist sæmileg eða ekki verri en hinna,
sem streitast við að vera sjálfbjarga.
Vestmannaeyja. Meðferð þurfalinga yfirleitt góð, þó að oft kenni
skilningsleysis á högum þeirra eins og' sjálfsagt víðar.
Eyrarbakka. Meðferð þurfalinga góð, enda hafa þeir flestir fulla
einurð á að ganga eftir því, sem þeir girnast. Það er víst, að margir,
sem reyna að standa á eigin fótum, verða að sætta sig við verri
aðbúð en þurfalingunum er boðin.
Keflavíkur. Meðferð þurfalinga góð.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir í heimahúsum.
Læknar minnast á fátt eitt undir þessari fyrirsögn og gæti þó orðið
fróðlegur póstur. Þessa eins er getið:
Svarfdæla. Sjómaður í Hrísey var að aka síldarbörum, er hann
fékk snögglega svo ákafan sting í kviðinn, að hann hné xit af ofan
á börurnar. Eftir nokkra umhugsun og efasemdir var símað eftir
flugvél, sem kom að vörmu spori, og flaug ég með sjiiklingnum tii
Akureyrar. Var kviður opnaður í snatri. Reyndist komið gat á maga,
senx var saumað saman, og batnaði sjúkiingnum. Leið honunx ágæt-
lega á leiðinni eftir ástæðum, og get ég eftir þetta ekki hugsað xnér
þægilegri flutning' á mikið veikum sjúklingum en þetta.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Svarfdæla. Hér eru 2 deildir, karla og kvenna, úr Slysavarnarfé-
iagi íslands. Þær starfa með svipuðum hætti og' tíðkast mun annars
staðar á landinu: Öryggistæki í bátum, björgunartæki á bryggjum,
hrimlendingarbátur, „Björgunarskútusjóður“ o. s. frv. Þess xxxá sér-
staklega geta, að deildin hefir beitt sér fyxúr leiðbeiningum um
götuumferð, skyldunámi i sundi fyrir skólabörn og' komið til leiðar,
að aðaldyrum samkomuhúss á Dalvík var brevtt þannig, að hurðir
opnast nú út.
Vestmannaeyja. Slysavarnardeildin Eykyndill starfar að siysavarn-
armálum af áhuga og' kappi. Konur standa að félagi þessu og afla
sér fjár með ýmiss konar skemmtunum, og er því fé svo varið í þágu
slysavarna hér við land. Björgunarfélag Vestmannaeyja starfar eins
og undanfarið.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Höfðahverfis. Mikið er um tannskemmdir, og láta fáir gera við
tennur sínar. Aðallækningin verður því að vera sú að draga úr sjúk-
lingunum skemmdu tennurnar, og þó að ég bendi mönnum á, að
réttara sé að þeir láti gera við skemmdirnar, vilja flestir heidur
losna við þær en fara til Akureyrar og láta þar gera við þær.
Reykdæla. Mjög væri það æskilegt, að tannlæknir gæti komið
liingað árlega og dvaiið stuttan tíma.