Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Qupperneq 112
110
Síðu. Schnellhartendes Hanvard cement er mjög handhægt fyrir
héraðslækna, og má vafalaust koma í veg fyrir, að fólkið missi tenn-
ur sinar svo fljótt sem verið hefir, ef gert er við skemmdir í tönninn
barna, undir eins og á þeim ber.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Daln. Síðastiiðið sumar lauk ungmennafélagið „Ólafur pái“ við
hyggingu samkomuhúss hér í Búðardal. Húsið er að stærð 13 X 7
X 4 m, byggt úr steini og hið vandaðasta að öllum frágangi.
Þingeijrar. Stórt og vandað samkomuhús er í siníðum.
Hóls. Nýr kirkjugarður hefir verið tekinn til notkunar.
Ólafsfí. Þær endurbætur voru gerðar á samkomuhúsi kauptúns-
ins, sem er eign íþróttafélagsins og kvenfélagsins, að í það var sett
salerni, samt ekki nema eitt að sinni, enn frernur sæmilegar mottur
við báðar inngöngudyr. Var þetta gert fyrir tilstilli heilbrigðisnefnd-
ar, en þó ekki mótspyrnulaust, þótt undarlegt megi virðast. Kirkju-
garður er sæmilega hirtur, en girðing orðin léleg. Þarf að stækka
garðinn á næstu árum, en samkvæmt skipulagsuppdrætti er lítið
hægt að færa hann út á sama stað.
Höfðahverfis. Kirkjan farin að fúna nokkuð og gisna.
Öxarfí. Af guðs inildi eru kirkjur lítið notaðar. Töluvert er að
l'ærast í átt um skipulag grafreita og frágang, en á þessu var verra
cn skrælingjabragur. 3 af 5 kirkjum héraðsins hafa verið endur-
byggðar nýlega, en tilfinnanlegur skortur er á samkomuhúsuiu. Sú
broslega ranghverfa er á, að ekki þykir hlýða að nota kirkjur til
annars en prestsverka. Hins vegar þykja messur og aðrar trúarat-
hafnir jafngóðar, ef ekki betri, ef þær eru haldnar í einhverjum
skrallkompum, og í kirkjum.
Berufí. Samkomuhús eru í öllum hreppum héraðsins, en ófullkomin
og köld. 3 af ö kirkjum eru nú upphitaðar. Kirkjugarðar eru yfir-
leitt lítið hirtir.
Vestmannaeyja. Hið nýreista samkomuhús Vestmannaeyja hefir
bætt mikið úr þrifnaði á samkomum fólksins. Eru þar vatnssalerni
og þvottaskálar, en áður urðu menn að ganga örna sinna utan húss,
og var oft óskaplegt að sjá óþrifnaðinn í kringum skemmtistaðina
eftir samkomur.
Grímsnes. Kirkjur eru margar í héraðinu, eiga að vera 14. Ein
þeirra fauk í ofviðri fyrir 2 árum, svo að þar fyrirfinnst nú engin
kirkja. Var hún einkaeign. Sumar þessar kirkjur eru lítið eða ekkert
upphitaðar.
Iíeflavikur. Samkomuhús sæmileg í öllum hreppum nema einum.
18. Veggjalýs og húsaskítir. Rottur og mýs.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Veggjalýs og húsaskítir munu ekki vera í héraðinu.
Hóls. Rottur eru hér víða í húsum og beitingarkrám, og fer að verða
að plágu, áður en langt um líður, ef ekkert verður að gert.