Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 113
111
Ólafsfi. Rottu gangur er afarmikill, og eru dýrin hústrú og auð-
sjáanlega vel fóðruð.
Öxarfj. Veggjalýs og húsaskítur ekki til. Rottur komust fyrir fáum
árum til Raufarhaínar. Nú eru þær komnar Jiegar á flesta bæi á
Sléttu og' ef til ,vill þaðan til Kópaskers.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsfj. Heilbrigðisnefnd reyndi að kippa í lag því, sem aflaga fór
með þrifnað utan húss í kauptúninu. Eru fjóshaugar og fiskiúrgang-
ur til mestu óþrifa. En yfirleitt má segja, að enginn skilningur sé á
starfi nefndarinnar og að engu sé hlýtt nema því, sem hægt er að
koma fram með þvingun eins og umbótunum á samkoinuhúsinu.
Svarfdæla. Mér vitanlega liggur ekkert starf eftir heilbrigðisnefnd-
irnar á þessu ári, og virðast þó verkefni nóg í sjávarþorpunum, Dal-
vík og' Hrísey, en gott er til þess að vita, að maður á þó aðgang að
þeim um lagfæringar, þegar úr hófi keyrir óþrifnaðurinn og' óreiðan.
Akureyrar. Héraðslæknir hefir á árinu skoðað 23 brunna og vatns-
ból í Glerárþorpi, og voru 17 þannig úr garði gerðir, að miklar líkur
má telja fyrir því, að heilbrigði héraðsbúa stafi hætta af. Sem dæmi
rná geta þess, að einn brunnurinn stóð þannig', að hlandfor var
annars vegar brunnsins, ca. 2 metra frá honum, og mykjuhaugur
hinum megin, ca. 4 metra frá, og stóðu hæði hlandforin og mykju-
haugurinn jafnhátt eða hærra en brunnurinn. Gat því lögurinn það-
an hæglega runnið i gegnum jarðveginn og ofan í brunninn tiltölu-
lega hindrunarlítið. Ég hefi því lagt allt kapp á að fá þessu máli
hraðað eins mikið og kostur hefir verið á, og ýfirleitt hefi ég fengið
góðar undirtektir þorpsbúa um framkvæmd málsins. Sorpílát Akur-
cyrarbæjar eru yfirleitt mjög' léleg' og' á flestum stöðum loklaus. Af
þessu stafar hinn mesti óþrifnaður og hætta á rottuaukningu, og tel
ég því áríðandi að fá þessu kippt í lag' svo fljótt sein kostur er á. Ég
liefi mörgum sinnum átt tal um þetta við bæjarstjórann og útvegað
honum teikningar og kostnaðaráætlanir viðvíkjandi sorpilátum, er
ég' teldi heppileg, en enn þá er málið ekki það undirbúið, að það hafi
verið lagt fyrir bæjarstjórn. Hins vegar vona ég, að það geti orðið
nijög bráðlega. Ég hefi og rannsakað allar verksmiðjur og iðnfyrir-
tæki hér í bænum og litið nokkuð eftir rekstri þeirra.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisfulltrúi og heilbrigðisnefnd líta eftir
þrifnaði. Annars eru uppástungur og tillögur nefndarinnar tíðum að
vettugi virtar af bæjarstjórn, sem ekkert telur sig' geta gert vegna
fátæktar bæjarfélagsins. Það er því sama, hvort gefin eru holl ráð eða
ekki, þar sem þeim er að engu sinnt.
Eyrarbakka. Heilbrigðisnefndir eru bæði til á Stokkseyri og' Eyrar-
bakka, en lítt eða ekkert starfandi. Lítill skilningur er á umbóta-
þörf. Mælast flestar umbótatilraunir misjafnlega fyrir og aðfinnsl-
um illa tekið oftast, enda ef til vill ekki annars að vænta, þar sem
allt hefir verið látið afskiptalaust fram að þessu, og hverjum leyfist
að fara eftir sínu höfði.