Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 114
112
20. Bólusetningar.
Tafla XVIII.
Skýrslur og reikningar yfir bólusetningar hafa borizt úr öllum
læknishéruðum nema 5 (Bíldudals, ísafj., Ögur, Fljótsdals og
Seyðisfj.) og ná til 2151 frumbólusettra barna og 2480 endurbólu-
settra. Kom bólan út á 56% hinna frumbólusettu og 59% hinna
endurbólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Bólusetning fór fram í öllum hreppum.
Borgarnes. Bólusetning fór fram í meiri parti héraðsins. Börnin
sýklust nú ekki eins mikið og árið áður, en ekki kom bólan vel út
sums staðar.
Flategrar. Bólusetning í Flateyrarhreppi fórst fyrir á árinu.
Ögur. Bólusetningar fórust fyrir, og báru ljósmæður því við, að
þær hefðu ekkert bóluefni fengið.
Miðff. Bólusetningar féllu niður í 3 uindæmunum, og mun það
aðallega hafa verið vegna faraldra, sem gengu.
Sauðárlcróks. Bólusetning' fór fram, en þó ekki í öllum hreppum
liéraðsins.
Hróarstungu. Bólusetningar féllu niður að suinu eða mestu leyti í
ýmsum hreppum vegna inflúenzufaraldurs.
Beruff. Bólusetningar fóru fram alls staðar nema í Alftafirði, Þar
fást börn ekki til að koma á bólusetningarstað, sennilega vegna
trassaskapar foreldra.
Grímsnes. Bólusetning fór fram í öllum hreppuin héraðsins.
Keflavíkur. Bólusetningar fóru fram í öllum hreppum nema einum
vegna lasleika bólusetjarans þar.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Héraðslæknar geta ekki um skoðunargerðir eftir kröfu lögreglu-
stjóra, en frá Rannsóknarstofu Háskólans hefir borizt eftirfarandi
skýrsla:
1. .1. P-son (ca. 52 ára?), Reykjavík. Fannst í flæðarmálinu. Ályktun: Drukknun.
2. A. H. G-dóttir, 26 ára, Rvík. Hafði rúmri viku fyrir andlátið fundið til hita-
verkjar framan í enni. Tók nokkru síðar léttasótt og ól lifandi stúlkubarn
á fæðingarhelmili (H. N.). Hitasóttin ágerðist, þar til hún andaðist fáum
dögum síðar. Ályktun: Dánarorsökin svæsin lífhimnubólga. Kngin bólga í
leginu né heldur sprunga í þvi. Allar likur til, að sýklar í ennisholunni hafi
Iiorizt inn í blóðið og setzt að í lífhimnunni, enda fundust sams konar sýklar
á báðum stöðunum.
3. G. G-son, 53 ára, Rvík. Fannst við Ægisgarðinn. Ályktun: Engin einkenni fund-
ust, er bentu á, að liinn látni hefði verið beittur ofbeldi. Ekki fundust hcldur
einkenni þess, að hann hafi verið undir áhrifum víns. Likskoðun og krufning
sýndu greinileg drukknunareinkenni.
4. Óskírt meybarn, Rvík. Ályktun: Við likskoðun og krufningu fannst ekkert, sem
gæti bent til þess, að barnið hefði orðið fyrir áverkum eða verið gefið eitur.
Barnið hefir drukkið mjólk, rétt áður en ]jað hcfir dáið. Það, sem kom i ljós
við krufninguna, bendir til þess, að banamein barnsins liafi verið bronchitis
ásamt blöðrubólgu, því að barnið virðist hafa haft ófullnægjandi næringu.
5. B. M-son, lögfr. 26 ára, Rvík. Líkið fannst í sjó. Ályktun: Við Iikskoðun og