Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Page 115
113
krufningu hafa ekki fundizt nein merki til áverka né sjúkdóms. En greinileg
drukknunareinkenni voru á lungum.
f>. J. I>-son, 73 ára, ísafirði. Maðurinn var um Jborð í skipi og var að snæða, þegar
hann allt í einu fellur fram yfir sig og er örendur. Við krufninguna fannst:
Dilatatio et hypertrophia cordis magna. Arteriosclerosis generalisata. Phneu-
mothorax sin. spontaneus. Herniae ingvinales bilaterales. Stase-induratio hepa-
tis et lienis. Infarctus renis dextrae inveteratus. Ascites. Oedema subcutaneum
extremitatum inferiorum. Bronchitis purulenta. Emphysema pulmonum. Glo-
merulo-nephritis chronica.
7. G. K-dóttir, 54 ára, Hvik. Undanfarið borið á þunglyndi hjá þeirri látnu. Fannst
örend hangandi i snöru um hálsinn í geymsluskúr við hús sitt. Ályktun: Rák-
in á hálsinum er auðsjáanlega eftir hengingu og ber öll merki þess, að uin
sjálfsmorð hafi verið að ræða. Við krufningu fannst enn fremur greinileg háls-
bólga og mikil miltisstækkun, sem bendir til, að sýkingin hafi verið allsvæsin.
Er sennilegt, að þessi lasleiki hafi aukið á hið vanalega þunglyndi hinnar látnu
og átt sinn þátt í þvi, að hún fyrirfór sér.
8. S. I. G-son, 25 ára, Rvík. Maðurinn fannst með skotsár á höfði á tröppunum á
Bergstaðastræti 12 A, og lá marghleypa hjá honum. Hann var fluttur í Lands-
spítalann, þar sem hann andaðist litlu síðar. Ályktun: Líkskoðun og krufning
leiddu í Ijós, að dánarorsökin var marghleypuskot í gegnum höfuð og heila,
þótt ekki fyndust nærskotsmerki (sennilega vegna þess, að sárið hefir verið
þvegið vandlega i sjúkrahúsinu). Virðist samkvæmt upplýsingum lögreglunnar
enginn vafi geta leikið á því, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða.
9. G. G-dóttir, 29 ára, Rvík. Varð fyrir árekstri af bíl. Lögð inn á Landsspítalann,
þar sem hún dó 3 dögum siðar. Ályktun: Líkskoðun og krufning hafa sýnt, að
hin látna hefir orðið fyrir mjög miklum áverka, sem aðallega hefir hitt höfuðið
vinstra megin og vinstra fót neðan við hnéð, svo að sköflungurinn hefir brotnað
og sperrileggurinn tvíbrotnað. Áverkinn hefir þó líka komið á hægri fót, eins
og sást af hinu mikla mari þeim megin. Gæti þetta komið heim við, að biilinn
hefði ekið heint á stúlkuna, þar sem hún var að ganga yfir götu, þormur bíls-
ins rekist á vinstri fót neðan við hnéð, en ferðin á bílnum svo mikil, að stúlkan
keyrðist um koll, og höfuðið skellur á vélarhúsinu. Dánarorsökin er heilablæð-
ingarnar, sem hlotizt hafa af hristingnum, sem sýnilega hefir verið mjög mikill.
Beinbrotið á vinstra fæti er svo mikið, að það getur hafa átt sinn þátt í
dauðdaganum.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XIX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefir sótthreinsun heimila farið 339 sinnum fram á
árinu á öllu landinu, og er tíðasta tilefnið skarlatssótt (55,7%), þá
berklaveiki (37,2%), en önnur tilefni fágæt.
23. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Hesteijrar. Nokkur drög voru lögð til rafvirkjunar í Hesteyrará.
Áætluð 20 kílówatta stöð, er mundi kosta ca. 25 þúsund krónur
(lausleg áætlun).
Blönduós. Unnið að hafnargerð á Skagaströnd, og auk þess reisti
Kaupfélag Skagstrendinga með ábyrgð sýslusjóðs hraðfrystihús fyrir
fisk, síld og kjöt. Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi fullgerði á ár-
inu kornmyllu allfullkomna, sem gengur fyrir rafmagni, svo að hægt
er að fá þar nýmalað korn og hveiti, sem verður að vísu nokkru
dýrara en hið útlenda mjöl, en einnig betra. Félagsrefabú voru sett á
s.tofn í Engihlíðarhreppi.
15