Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Side 116
114
Hofsós. Hraðfrystihús var byggt hér á þessu ári, og hugsa allir gott
til starfrækslu þess.
Vestmannaei)ja. Olíusaralag, lifrarsamlag og' netagerð starfa hér. Öll
þessi fyrirtæki eru rekin af útgerðarmönnum sjálfum. Hafa þau á
margan bátt bætt aðstöðu útgerðarmanna og' kjör. Skal í því sam-
bandi nefnt, að undir eins þegar olíusamlagið var tekið til starfa,
lækkuðu hin olíufélögin olíuverð sitt.
Eyrarbakka. Kaupafélag Árnesinga hefir haldið áfram umbótum
í Þorlákshöfn bæði á landi og' ;í lendingu og mun hyggja á frekari
framkvæmdir, eftir því sem stundir líða fram. Það hefir einnig stofnað
kynbótabú í nautgriparækt í Laugardælum, stórbýli skammt austan
Ölfusárbrúar. Félagið hefir þegar látið reisa þar mikil og vönduð
gripahús og er byrjað á jarðabótum. Allmikið unnið síðastliðið ár í
„Síberíu“. Mun nú þurrkskurðagerð lokið.
Ritgerðin, sem fylgir þessu hefti Heilbrigðisskýrslnanna og er yfirlitsritgerð
um heilbrigðismál á íslandi, var upphaflega samin fyrir nefnd þá, er sá um þátt-
töku íslendinga i heimssýningunni í New-York. Mun hún hafa verið notuð sem
lieimildarrit um þessi mál við samningu hókar um ísland, er sýningarnefndin lét
taka saman. Síðan hefir ritgerðin verið endurskoðuð og tölur færðar til sam-
ræmis við síðustu skýrslur og aðrar nýjustu heimildir. Var horfið að því að gefa
bana út í enskri þýðingu sem fylgirit með Heilbrigðisskýrslunum til fróðleiks
erlendum læknum, scm áhuga hafa á að kynna sér þessi mál, svo og með nokkru
tilliti til sérstakra þarfa lækna liins brezka setuliðs, sem nú er á íslandi. En þar
er sameiginlegra hagsmuna að gæta, að þeir hafi sem glöggvasta yfirsýn yfir
skipun heilbrigðismála og heilbrigðishætti iiér á landi, með því að þar er traust-
ust undirstaða þess, að eðlileg samvinna takist með þeim og íslenzkum læknum til
tryggingar sem beztri heilbrigði setuliðsins annars vegar og landsmanna hins vegar,
sem svo mjög er hvað öðru háð. Tókst sú samvinna þegar í upphafi af fullum
skilningi á báða bóga og horfir eftir atvikum vel.