Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Side 64
1967
— 62 —
Mikil verðlækkun varð á frystum fiskflökum, síldarlýsi og -mjöli
og fiskimjöli. Þá olli styrjöldin í Nígeríu miklum erfiðleikum á skreiðar-
sölu. Þjóðarframleiðslan minnkaði um 2,0% frá fyrra ári, viðskipta-
kjör versnuðu um 9,8%, og þjóðartekjur lækkuðu um 6,8%. Aukning
meðalmannfjölda nam 1,6%, og minnkaði þjóðarframleiðslan á mann
því um 3,5%. Heildarverðmæti sjávarafurða, á föstu verðlagi, minnk-
aði um 21,4% og iðnaðarframleiðslan um 4,3%, en byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð jókst um 10,0% og landbúnaðarframleiðslan um
3,8%. Innflutningur vöru og þjónustu jókst um 6%, en útflutningur
minnkaði um 15%. Heildarinnflutningur varð meiri en heildarútflutn-
ingur, þannig að viðskiptajöfnuður varð óhagstæður um 2.251 millj.
kr., og versnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 1.070 millj. kr. Vísitala
framfærslukostnaðar hækkaði um 3,7%, tímakaup verkafólks og iðn-
aðarmanna um 5,1% og kaupmáttur tímakaups því um 1,4% frá fyrra
ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verka-, sjó- og iðnaðarmanna minnk-
aði um 12,6%. Einkaneyzla, að meðtöldum kaupum varanlegra muna,
svo sem bifreiða og að meðtalinni heilbrigðisþjónustu við einstaklinga,
jókst að magni til um 1,2%, eða minnkaði um 0,4% á mann. Sam-
neyzla, þ. e. stjórnsýsla, réttargæzla, menntun og almenn heilsugæzla,
sem hið opinbera lætur í té, jókst um 6,7%. Fjármunamyndun jókst um
12,7% og langmest í iðnaði, öðrum en sjávarvöruiðnaði, um 54% og
í byggingu rafvirkjana og rafveitna um 101%. Byggingar hins opin-
bera jukust um 8,1%. Til byggingar sjúkrahúsa og sjúkraskýla var
varið 147,8 millj. kr., og var það um 4,5% minni fjármunamyndun en
árið á undan.1)
II. Framlag ríkis til heilbrigðismála.
1. Heilbrigðismál (12. grein fjárlaga):
Landlæknisembættið .......................... kr. 1.194.340,00
Héraðslæknar ................................ — 13.475.069,74
Heilbrigðisstofnanir ríkisins................ — 132.225.620,13
Rekstrarstyrkur sjúkrahúsa (annarra en ríkis) — 17.162.053,00
Styrkur til byggingar sjúkrahúsa og læknis-
bústaða ................................... — 25.153.600,00
Styrkur til heilsuverndarstöðva ............. — 5.678.380,14
Annað ....................................... — 8.686.097,50
Samtals kr. 203.575.160,51
i) Frá Efnahagsstofnuninni.