Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 88
1967
— 86 —
Skýrsla kynsjúkdómalæknis mkisins.
Sjá skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 110—111.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur VIII, IX og XI.
Eftir berklabókum (sjúlcl, í árslok):
1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967
Tbc. pulm. 501 402 330 282 257 227 213 171 163 128
Tbc. al. loc. 104 93 88 69 81 70 51 44 44 35
Alls 605 495 418 351 338 297 264 215 207 163
Dánir 6 8 5 2 5 3 2 3 2 4
Skýrslur um berklapróf bárust ekki úr eftirtöldum læknishéruðum:
Kleppjárnsreykja, Ólafsvíkur, Búðardals, Reykhóla, Flateyjar, Flateyr-
ar, Súðavíkur, Djúpavíkur, Hólmavíkur, Hvammstanga, Þórshafnar,
Nes, Eskifj., Vestmannaeyja, Hellu og Hveragerðis. 1 yfirliti því, sem
hér fer á eftir, er greint frá berklaprófum á 34578 manns á aldrinum
7—20 ára. Skiptist sá hópur eftir aldri og útkomu sem hér segir:
7—12 ára 21908, þar af jákvæðir 263 eða 1,2%
13—20 — 12665, — - — 412 — 3,2%
Skýrsla berklayfirlæknis.
Á árinu voru framkvæmdar berklarannsóknir, aðallega röntgenrann-
sóknir í 18 læknishéruðum. Alls voru rannsakaðir 17058, á 6 heilsu-
verndarstöðvum 16000 einstaklingar, aðallega úr 8 læknishéruðum
(berklarannsóknir í Hafnarfirði og Kópavogi eru eins og áður fram-
kvæmdar af Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík), en með ferðaröntgen-
tækjum 1058 úr 10 læknishéruðum. Fjöldi rannsókna er hins vegar
langtum meiri, þar sem margir koma oftar en einu sinni til rannsóknar.
Námu þær alls 18974. Á þessu ári voru með berklaprófum og ferða-
röntgentækjum rannsakaðir 383 manns í Þórshafnarlæknishéraði vegna
berklasmitunar, sem kom upp þar. Enginn fannst þar með virka berkla-
veiki. Ennfremur var fólk rannsakað með ferðaröntgentækjum, bæði í
Neskaupstað (54) og á Húsavík (30 manns). Ekki fundust þar heldur
sjúklingar með virka berkla. Aðrar rannsóknir með ferðaröntgentækj-
um fóru eingöngu fram í sambandi við skólaskoðanir (591 manns). Við
þær rannsóknir fannst enginn með virka berklaveiki.