Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Síða 98
1967
— 96
Stykkishólms. Ekkert skipulegt ungbarnaeftirlit er í héraðinu enn.
Þó mun þess allmikil þörf, þar sem önnum kafinn héraðslæknir getur
ekki sinnt því svo skipulega sem skyldi. T. d. er enginn vafi á, að matar-
æði ungbarna er ábótavant. Eg hef sjaldan eða aldrei mælt svo hemo-
globin hjá barni um eins árs aldur, að það hafi ekki verið anemiskt, og
ekkert síður þótt börnin hafi hlotið það, sem kallað er gott uppeldi
og umönnun.
VII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug teljast sem hér segir:
1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967
Slysadauði 77 121 63 86 86 112 104 109 100 99
Sjálfsmorð 9 11 13 19 17 15 18 22 37 30
Rvík. í Slysavarðstofu Reykjavíkur komu á árinu til fyrstu aðgerðar
18516 sjúklingar, 12254 karlar og 6262 konur.
Manndráp var eitt: Kona, 38 ára, var myrt á heimili sínu af fyrrverandi
eiginmanni sínum.
Sjálfsmorð voru 11.
Dauðsföll af völdum eitrana 7. Sumt sennilega sjálfsmorð, en ekki
hægt að ákveða eftir þeim gögnum, sem fyrir voru.
Umferðarslys, er drógu til dauða, 11.
Tveir létust af flugslysi (annar varð fyrir flugvélarskrúfu).
Fjórir drukknuðu.
önnur banaslys 6.
Álafoss. 16 ára piltur varð undir dráttarvél og beið þegar bana.
Akranes. 54 ára bóndi varð undir dráttarvél, sem valt. Mun hafa
látizt samstundis.
Stykkishólms. Dráttarvél valt og hvolfdi yfir ökumann, og hlaut hann
af fractura corporis vertebrae thoracis XII. ásamt miklu mari á baki.
Hofsós. Slysum af völdum landbúnaðarvéla og verkfæra fer fjölg-
andi, og urðu tvö slík meiriháttar slys á árinu.
B. Slysavarnir.
Ur árbók Slysavarnafélags Islands:
Á árinu voru 183 skip aðstoðuð eða bjargað. Sjóslys og drukknanir
voru 21, banaslys í umferð 29 og banaslys af ýmsum orsökum 28. tJr
lífsháska af ýmsum ástæðum var bjargað 144 manns. Tekjur félags-