Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 99
97 —
1967
ins námu kr. 7480913,43, þar af tillag ríkissjóðs kr. 550 þús. og Eeykja-
víkurborgar kr. 150 þús.
Rvík. Slysavarnafélagi Islands voru á árinu veittar 150 þúsund krón-
ur í styrk frá borgarsjóði og 20 þúsund frá Reykjavíkurhöfn.
Hofsós. Slysavamadeild kvenna stofnuð á Hofsósi. Keypt tæki til
notkunar við lífgunartilraun.
Breiðumýrar. Ég gat þess í ársskýrslu 1964, að ferðamenn brenndu
sig oft við brennisteinshverina við Námaf jall. Vorið 1965 lét ég smíða
viðvörunarmerki og setti við gangstíga inn á þetta svæði. Var það til
mikilla bóta. Sumarið 1967 lét nýstofnuð Slysavarnadeild kvenna
í Mývatnssveit girða í kringum hættulegustu svæðin. Tók þá fyrir
þessi slys, — og þó: Einn þýzkur ferðalangur lét sér ekki minna nægja
en að klifra yfir 6 strengja gaddavírsgirðingu inn á hættusvæði og
brenna sig.
Vopnafj. Stofnað var slysavarnafélag með björgunarsveit á árinu.
C. Mannskaðarannsóknir og önnur réttarlæknisstörf.
Engin skýrsla barst frá Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg
fyrir þetta ár.
Rvík. Gerðar voru 94 réttarkrufningar á árinu.
Vffl. Skólaeftirlit.
Tafla X, a og b.
Skýrslur um skólaeftirlit bárust ekki úr eftirtöldum héruðum:
Kleppjámsreykja, Ólafsvíkur, Búðardals, Reykhóla, Flateyjar, Flat-
eyrar, Súðavíkur, Djúpavíkur, Hólmavíkur, Nes, Eskifjarðar,
Vestmannaeyja, Hellu og Hveragerðis. Skýrslur um barnaskóla taka
til 24860 baraa, og gengu 21007 þeirra undir aðalskólaskoðun. Tilsvar-
andi tölur í gagnfræðaskólum eru 11222 og 8588 og í menntaskólunum
fjórum, Kennaraskóla Islands og Verzlunarskóla Islands 3117 og 2348.
Skólahjúkrunarkonur unnu við 14 skóla utan Reykjavíkur, og skóla-
tannlækningar fóru fram í 20 skólum utan borgarinnar. Um kvilla
nemenda vísast til taflnanna.
Blönduós. Haldið áfram byggingu heimavistarskóla á Reykjum við
Reykjabraut. Fullbyggður á skólinn að rúma 120 nemendur, en heima-
vist fyrir 80 nemendur er byggð nú þegar.
13