Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Side 116
1967
— 114 —
lengri eða skemmri tíma, af þeim fóru 18 á einkaheimili. Á árinu
fékk nefndin til meðferðar 3 hjónaskilnaðarmál vegna deilna um for-
ræði barna. Gerði hún í því sambandi tillögur um forræði 4 barna og
ennfremur um forræði 4 barna af öðrum ástæðum. Nefndin mælti
með 26 ættleiðingum. Nefndin hafði afskipti af 279 börnum vegna
samtals 464 brota, 231 pilti og 48 stúlkum. Brot þeirra voru sem hér
segir: Hnupl og þjófnaður 156 (146 drengir, 10 stúlkur), innbrot 78
(dr. 77, st. 1), svik og falsanir 7 (dr. 6, st. 1), skemmdir og spell 62
(dr. 60, st. 2), flakk og útivist 86 (dr. 46, st. 40), lauslæti og útivist 6
(st. 6), meiðsl og hrekkir 8 (dr. 8), ölvun 43 (dr. 35, st. 8), ýmsir
óknyttir 18 (dr. 15, st. 3).
Brotum hefur fjölgað, mest varðandi þjófnað og innbrot. Alls var
vísað til nefndarinnar málum 650 barna. Kvenlögreglan hafði afskipti
af 75 stúlkum á aldrinum 12—19 ára, einkum vegna útivistar, laus-
lætis, þjófnaðar og áfengisneyzlu.
J-l. Vinnuheimili SÍBS.
Tala vistmannaplássa í ársbyrjun ........................ 115
— — í árslok ........................... 128
— vistmanna í ársbyrjun ............................... 115
— — í árslok ..................................... 126
A árinu komu 169 konur
og 126 karlar ............................... alls 295
— — fóru 69 konur
og 115 karlar ............................... alls 184
— — dó 1 vistmaður
Legudagafjöldi allt árið.................................... 44835
Meðaltalsfjöldi á dag allt árið............................. 122,8
Meðalfjöldi legudaga á sjúkling ......................... 109,4
Orsakir örorku þeirra, sem innrituðust á árinu, skiptast í eftirfar-
andi meginhópa, og er fjöldi innritaðra í hverjum hópi tilgreindur:
1. Berklaveiki (eða afleiðing hennar) .... 18 (6,49%)
2. Vefrænir taugasjúkdómar .................. 66 (22,42%)
3. Bæklanir (meðfæddar, eftir slys o. fl.) .. 55 (18,69%)
4. Gigtsjúkdómar ........................... 68 (23,07%)
5. Lungnasjúkdómar (aðrir en berklakyns) 8 (2,79%)
6. Hjarta- og æðasjúkdómar .................. 10 (3,44%)
7. Geðsjúkdómar ............................. 48 (16,32%)
8. Ýmislegt ................................. 20 (6,78%)
Meðferð í æfingadeild hlutu alls 256 einstaklingar í alls 10618 skipti.
Meðalfjöldi meðferðarskipta á hvern sjúkling var 41,48.