Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 120
1967
— 118 —
Skoðunarferðir heilbrigðisnefndar voru þrjár. Ennfremur voru nokk-
ur mál tekin til sérstakrar meðferðar af nefndinni, og má meðal þeirra
telja: óþægindi vegna starfsemi Reykhússins að Grettisgötu 50, sæta-
fjöldi í veitingahúsum, afgreiðslutími í matvöruverzlunum, skordýra-
eyðing, óþægindi vegna rekstrar ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar
h.f. við Frakkastíg, neyzluvatnsmál borgarbúa, m. a. í sambandi við
fjárhald í nágrenni borgarinnar, frárennslis- og hreinsunannál, flug
yfir borginni, fisktrönur í Selási, sorphaugar Reykjavíkurborgar og
Álbræðslan í Straumsvík og mengun umhverfis.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvílc. Gefin voru út vottorð um ástand 313 íbúða vegna umsókna um
íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif og af öðrum ástæðum. Rifnar
voru 35 íbúðir, þar af 11 í herskálum. í árslok var fjöldi skráðra
íbúða í Reykjavík 22660. Á skrá heilbrigðiseftirlitsins voru 2904 skoð-
aðar íbúðir. íbúðir þessar eru að mestu leyti í kjöllurum, skúrum og
risíbúðir, eða þar sem sérstaklega þótti ástæða til. 2155 íbúðir teljast
ófullnægjandi. I þessum íbúðum bjuggu samtals 2948 börn. Aukning
íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar, nam 281812 m3.
Eru þetta samtals 806 íbúðir, sem skiptast þannig eftir herbergja-
fjölda: 1 herbergi 6, 2 herbergi 153, 3 herbergi 217, 4 herbergi 260,
5 herbergi 122, 6 herbergi 41, 7 herbergi 5 og 8 herbergi 2. Meðal-
stærð nýbyggðra íbúða á árinu var um 350 m3. Lokið var byggingu
skóla og elliheimila að rúmmáli 27949 m3, verzlunar-, skrifstofu- og
iðnaðarhúsa 150669 m3, geymsluhúsa og bílskúra 49336 m3.
Eftir efni skiptast húsin þannig:
tlr steini
- timbri
- jámi
482737 m3
17374 m3
18655 m3
Samtals 518766 m3
I árslok voru í smíðum 1577 íbúðir, og voru þar af 821 fokheld
eða meira. Á árinu var hafin bygging á 1247 nýrra íbúða.
Neyzhcvatn og vatnsból. Heilbrigðiseftirlitið fer ávallt reglulega til
eftirlits í Gvendarbrunna og tekur þar sýnishorn af neyzluvatni borgar-
búa. Auk þessa voru öðru hvoru tekin sýnishorn af vatni á ýmsum
stöðum í borginni. 1 þessu reglubundna eftirliti voru tekin 55 sýnis-
horn, og gáfu niðurstöður rannsókna tilefni til athugasenda við 16
þeirra. Þrifnaður. 1 apríl þetta ár voru nýir sorphaugar teknir í notkun
við Gufunes og þeir gömlu á Ártúnshöfða lagðir niður. Gatnahreinsun.
Vélsópar hreinsuðu og fluttu brott ca. 5785 m3 af götusópi. Ekið var