Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Síða 126
1967
— 124
verbúðum og matstofur á öðrum vinnustöðum, svo og söluskálar, sem
selja heitar pylsur, saxbauta (hamborgara) og fleiri slíkar vörur. Að
sjálfsögðu voru einnig athugaðir gisti- og greiðasölustaðir í þessum
ferðum. Á nokkrum stöðum hafa heilbrigðisyfirvöld beðið eftirlits-
mann að skoða fleiri staði í umdæmum sínum, til dæmis matvöruverzl-
anir, brauðgerðarhús, mjólkurafgreiðslustaði og fleira. Ennfremur hefur
eftirlitsmaður borið fram kvartanir vegna frágangs á sorphaugum á
nokkrum stöðum og fyrirskipað, að þau svæði yrðu afgirt. Það hefur ver-
ið gert á flestum stöðum. Meindýraeyðing hefur einnig verið fyrirskipuð
og aðstoðað við útvegun eiturs til þess (rottueitur). Yfirleitt hafa eig-
endur gisti- og veitingastaða reynt eftir beztu getu að lagfæra það,
sem eftirlitsmaður hefur farið fram á. 1 allflestum tilfellum hefur það
verið uppþvottur á matarílátum, sem hefur verið ábótavant, svo og
aðstaða til uppþvottar, en þetta er í framför. Reynt var að hafa eins
gott eftirlit og tök voru á með hreinlætisaðstöðu og söluskálum á úti-
samkomum, en þessu var í öllum tilfellum mjög ábótavant. Þó virðist
skilningur á að bæta þessa aðstöðu. Á árinu veitti Samgöngumálaráðu-
neytið fé til smíði og uppsetningar útisalerna. Voru þau sett á Þing-
völlum, Vaglaskógi, Goðafossi, Ásbyrgi og í Skaftafellsskógi, eitt sett
á hverjum stað. Vonir standa til, að áframhald verði á smíði og upp-
setningu salerna á næstu árum.
5. Mjólk.
Frá mjólkureftirlitsmanni rikisins.
Innvegið mjólkuiTnagn mjólkursamlaganna á árinu reyndist vera
um 100000000 kg, sem nær eingöngu flokkaðist í I. og II. gæðaflokk,
eða nánara tiltekið um 99%.
Mjólkursamlög og mjólkurstöðvar eru nú á eftirtöldum stöðum:
Akureyri, Borgarnesi, Búðardal, Blönduósi, Egilsstöðum, Selfossi,
Grundarfirði, Húsavík, Hvammstanga, Hveragerði, Höfn í Hornafirði,
ísafirði, Neskaupstað, Ólafsfirði, Patreksfirði, Reykjavík, Sauðárkróki,
Vopnafirði og Þórshöfn.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi á árinu 31521935 lítra mjólkur til
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vestmannaeyja. Af því
voru 89,567% hyrnumjólk, 0,885% flöskumjólk, 1,683% kassamjólk
og í lausu máli 7,865%, en af því fer nokkurt magn til iðnaðar. Mjólk-
urneyzla á hvert mannsbarn í landinu áætluð 300 lítrar.
Akureyrar. Frá Mjólkursamlagi K. E. A. voru seldir 4106122 lítrar
mjólkur. Meðalfitumagn 3,941%. I I. og II. flokk fóru 95,52%, en í
III. og IV. flokk 4,48%.
Vopnafj. Tvívegis á árinu spilltist neyzlumjólk illilega. I fyrra