Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 128
1967
— 126 —
skemmtana og félagslífs stórbatnað og verður án efa menningarleg
lyftistöng staðarins.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. Haldið var áfram byggingu bókasafnshúss. Einnig var
unnið að hafnarframkvæmdum. Lokið var stækkun skipasmíðastöðvar-
innar og einnig fyrsta stálskipsins og hafin smíði á öðru. Verksmiðja
fyrir karlmannssokka og nærföt hefur starfað hér í 1—2 ár og gengur
vel.
Suðureyrar. Unnið hefur verið að byggingu húss yfir póst og síma.
Um sumarið var unnið að stækkun viðlegukants við bátahöfnina, og
er nú löndunaraðstaða og öryggi bátanna gjörbreytt, frá því sem
áður var.
ólafsfj. Múlavegur, sem tekinn var formlega í notkun 1966,
hefur reynzt mikil samgöngubót. Hann lokaðist í ár í nóvember vegna
mikilla snjóþyngsla, opinn í febrúar, en síðan lokaður vegna snjóa
fram í miðjan maí, en þá var vegurinn niddur og mest vegna erfið-
leika á siglingum vegna ísa. Töluvert ber á snjóskriðum á veginn yfir
veturinn, og allmikið grjóthrun er að sumarlagi, sérstaklega eftir rign-
ingar, mest þó úr bökkum. Engin slys á mönnum né farartækjum, sem
vitað er um.
Dalvíkur. Lögreglubifreið var keypt og er jafnframt notuð til sjúkra-
flutninga. Vatnsþró var steypt fyrir kauptúnið, tekur 250 tonn. Síldar-
verksmiðja byggð. 1 Hrísey var byggður grjótgarður (öldubrjótur)
norðan hafnarinnar og hafin bygging póst- og símstöðvarhúss. Frysti-
húsið þar endurbætt.
Grenivíhur. Hús byggt yfir póst og síma.