Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 132
1967
130
ilis. Var síðan unnið að þeirri athugun og teikningar gerðar að bæjar-
sjúkrahúsi. Hinn 20. ágúst 1953 tilkynnti heilbrigðismálaráðuneytið, að
það féllist á uppdrætti bæj arsj úkrahússins og heimilaði byggingu þess.
Var með þessum uppdrætti gert ráð fyrir um 350 rúma sjúkrahúsi, er
byggja skyldi í tveimur áföngum, en jafnframt yrðu niður lagðar
sjúkrastofnanir, sem vistuðu um 160 sjúklinga. Á þeim tíma þótti eigi
æskilegt að rugla svo saman reytum ríkis og bæjar, að sameinazt yrði
um myndarlega viðbótarsjúkrahúsbyggingu á Landspítalalóðinni, þó
að fordæmi slíks væri fyrir hendi, sbr. byggingu Húð- og kynsjúk-
dómadeildarinnar 1934. Hefði slíkt þó að líkindum oi’ðið til hagsbóta
fyrir báða aðila.
Á áratugnum 1951—60 fjölgaði sjúkrarúmum í landinu nokkuð,
aðallega vegna aukningar sjúkrarúma í Landspítala upp í 221 (fæð-
ingardeild, barnadeild og brjóstholsaðgerðadeild) og bæjarspítalans í
Heilsuverndarstöðinni (60 rúm). Ennfremur fjölgar sjúkrarúmum í
Landakotssjúkrahúsi í 180. Þá hafði hjúkrunarspítalinn Sólvangur
í Hafnarfirði verið tekinn í notkun árið 1953 með 100 sjúkrarúm. í
árslok 1960 voru því talin alls 1727 sjúkrarúm á öllu landinu, en enn
sem fyrr nýttust sjúkraskýlin illa. En vegna hinnar miklu fólksfjölg-
unar á þessum áratug hafði hlutfall sjúkrarúma og mannfjölda haldizt
óbreytt frá 1950 og var í árslok 1960 talið 10 rúm á hverja 1000 íbúa.
Á árunum 1951 og 1952 fóru fram miklar umræður um sjúkrahús-
mál, og í fjárlögum ársins 1953 var tekin upp fjárhæð, er nam kr.
1550000,00 „til viðbótarhúsnæðis við ríkisspítalana". Var með þessu
hafin viðbótarbygging Landspítalans, sem enn stendur yfir. Á árinu
1952 voru uppdrættir gerðir að stækkun spítalans, og hófust fram-
kvæmdir þar síðari hluta árs 1953. Var með uppdráttunum, sem síðar
var breytt og sjúkrarúmum fjölgað, stefnt að því, að sjúkrahúsið rúm-
aði um 400 sjúklinga.
Nú í byrjun árs 1969 telst mér til, að sjúkrarúmafjöldinn í landinu sé
sem næst þessi:
Skrá 1.
Sjúkrarúmafjöldinn í landinu í ársbyrjun 1969.
A. Sjúkrahús Tala rúma Á1000 manns
I. Almenn sjúkrahús 1. Deildaskipt sjúkrahús (4 sjúkrahús alls). 810 4.0
2. Sjúkrahús án deildaskiptingar (23 sjúkrahús og sjúkraskýli) 541 2.7
Almenn sjúkrahús samtals 1351 6.8
J