Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 139
137 —
1967
Skvpulagstillögur Landspítalaló'öar.
Á árunum frá 1965—1967 vann byggingarnefnd Landspítalans að
áætlunargerð fyrir framtíðarbyggingar Landspítalans, svo og þeirra
stofnana, sem læknadeild taldi nauðsynlegar fyrir kennsluna. Lágu
bráðabirgðatillögur um þetta efni fyrir fyrri hluta árs 1967. Var gögn-
unum að mestu safnað meðal forstöðumanna hinna ýmsu deilda, en
ekki tekin til þeirra endanleg afstaða byggingai'nefndarinnar á því
stigi. Voru tillögurnar miðaðar við minnst 2 tugi ára fram í tímann.
Við athugun þessa kom í ljós, að Landspítalalóðin var með öllu ónóg fyrir
slíkan fjölda bygginga. Hins vegar hafði Reykjavíkurborg á 50 ára
afmæli Háskólans árið 1961 gefið vilyrði fyrir stórauknu landrými til
bygginga háskólans. Taldi því byggingarnefnd Landspítalans nauðsyn-
legt, að athugað yrði, hvort hægt væri að stækka lóð Landspítalans
verulega til vesturs, þ. e. að fá úthlutað lóðarsvæði vestan Hringbraut-
ar. Hefur verið unnið að þeim áformum síðan.
[Bréf þetta var ritað á vegum byggingarnefndar Landspítalans og
sent Dóms- og Kirkjumálaráðuneyti, Fjánnálaráðuneyti, Fjárlaga- og
hagsýslustofnun ríkisins og Menntamálaráðuneyti hinn 14.febrúarl969.
Samningar milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um stækkun Land-
spítalalóðarinnar um ca. 14 hektara sunnan nýrrar Hringbrautar var
undirritaður hinn 13. desember 1969. Er land þetta ætlað nauðsynlegum
viðbótarbyggingum Landspítalans og stofnana Læknadeildar Háskóla
Islands.]
Heimildarrit:
1) Ernst Neufert: Bauentwurfslehre, Ullstein Fachverlag, 1960, 21. Auflage
bls. 395.
a) Regional Hospital Planning, Stockholm 1967, A. Engel: The Swedish Regionalized
Hospital System.
18