Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 148
1967
— 146 —
hafði M. verið metinn til örorku hjá lífeyrisdeild Tryggingastofnunar
ríkisins fyrir slysið, en eins og yður mun vera kunnugt um, þá eru
reglur um möt vegna lífeyristryggingar aðrar en reglur þær, sem
notaðar hafa verið um örorkumöt vegna slysatryggingar. Af gögnum
þeim, sem fyrir liggja hjá Tryggingastofnun ríkisins og ég hef undir
höndum, er ekki hægt að meta örorku M. þá, eins og hún hefði verið af
völdum slyss, og get ég af þeim sökum ekki orðið við ósk yðar.
Ég geri ráð fyrir því, að yður sé að fullu ljós munur örorkumats 1
lífeyristryggingu Tryggingastofnunar ríkisins og þær reglur, sem notazt
hefur verið við vegna örorkumats af völdum slysa hérlendis".
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spumingum:
1. Er rétt að meta M. K-syni 40% varanlega örorku vegna slyssins 12.
júlí 1965 til viðbótar þeirri 65% varanlegu örorku, sem honum
hafði áður verið metin af öðrum ástæðum, þannig að samanlögð
varanleg örorka hans nemi 105% ?
2. Fellst læknaráð á mat Páls Sigurðssonar læknis, dags. 15. október
1966, þar sem hann metur M. K-syni í 13 mánuði 100% örorku,
í 1 mánuð 75%, í 1 mánuð 50% örorku og síðan 40% varanlega
örorku. Ef ekki, hver er þá örorka M. K-sonar vegna slyssins 12.
júlí 1965 og hver heildarörorka hans?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráSs:
Ad 1: Læknaráð telur hið tímabundna örorkumat Tryggingastofn-
unar ríkisins frá 25. nóvember 1963 vegna almenns heilsubrests M.
K-sonar algjörlega óviðkomandi örorkumati vegna slyss 12. júlí 1965.
Ad 2: Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 24. febrúar
1969, staðfest af forseta og ritara 23. apríl s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 24. júní 1969 var stefnda, Hamp-
iðjan h.f., dæmd til að greiða stefnanda, M. K-syni, kr. 263.450.00 með 6% árs-
vöxtum frá 12. júlí 1965 til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til
greiðsludags og kr. 45.000.00 í málskostnað.
Febótaábyrgð var skipt þannig, að M. K-son var látinn bera tjón sitt að hálfu.
2/1969
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur með bréfi, dags.
20. janúar 1969, skv. úrskurði kveðnum upp á aukadómþingi Gull-
bringu- og Kjósarsýslu s. d., leitað umsagnar læknaráðs í aukadóm-
þingsmálinu nr. 374/1967: S. G-son gegn Fiskanesi h.f.
j