Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Qupperneq 159
— 157 —
1967
tárarennsli annars auga er metið á 10—20%. Enn fremur er í sænsk-
um reglum gert ráð fyrir, að meta megi tárarennsli til varanlegrar
örorku, en ekki tiltekin prósentutala. Við teljum sanngjarnt að meta
varanlega örorku sökum tárarennslis 10%.
Vegna hættu á augnbólgu og skemmdum á auganu í framtíðinni,
sökum tárarennslis og ryks, sem hætt er við, að setjist í áður nefndan
poka og særi augað, teljum við varanlega örorku hóflega metna 5%.
Niöurstöður ver'öa því:
Varanlega örorku teljum við hæfilega metna 10% fyrir tárarennslið,
5% fyrir aukna áhættu, samt. 15%.
Við höfum ekkert að athuga við tímabundið örorkumat trygginga-
yfirlæknis að öðru leyti en að framan greinir.
Við teljum ekki líklegt, að skemmdir af slysinu verði lagaðar frekar
en orðið er.“
Máliö er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1- Haggar það niðurstöðu úrskurðar læknaráðs frá 6. desember 1967
í máli þessu, að nú liggja fyrir nýjar upplýsingar um læknis-
aðgerð á stefnanda og álitsgerð hinna tveggja dómkvöddu lækna,
sem gengur í aðra átt?
2. Ef svo er, hvernig ber þá að meta tímabundna og varanlega ör-
orku stefnanda?
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin það
^eð ályktunartillögu á fundi hinn 24. febrúar 1969, en samkvæmt
°sk eins læknaráðsmanns var málið borið undir læknaráð í heild. Tók
váðið málið til meðferðar á fundi hinn 23. apríl 1969, og var eftir ýtar-
legar umræður samþykkt að afgreiða það með svo hljóðandi
Ályktun:
Ad 1. Aðgerð sú, er gerð var á táragangi R. í marz 1966, mun hafa
borið nokkurn árangur, en af umsögn læknanna Bergsveins ólafssonar
°g Bergþórs Smára, dags. 16. janúar 1969, er ljóst, að sá bati er svo
Mtill, að hann hefur ekki teljandi áhrif á starfshæfni stefnanda.
I mati ofan greindra lækna á varanlegri örorku stefnanda er aðeins
tekið tillit til sköddunar á táragangi og augnloki með tilliti til starf-
semi og sýkingarhættu augans, en ekkert tillit tekið til útlitslýtis.
Otlitslýti stefnanda af völdum sköddunar á augnumgjörð, nefi og
tilfærslu á auga er svo mikið, að gera má ráð fyrir, að það hafi nei-
kvæð áhrif á aðstöðu hans til vinnuöflunar. Það virðist því eðlilegt,
að tekið sé nokkurt tillit til útlitslýtisins við mat varanlegrar örorku.
Órskurður læknaráðs frá 6. desember 1967 í máli þessu verður því
óbreyttur.