Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 160
1967
— 158
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 20. maí 1969 var stefndi, Á. H.,
sýknaður af kröfum stefnanda, R. H., í málinu. Málskostnaður var látinn falla
niður, að því er hann varðaði.
Stefndu, O. H-son og Sjóvátryggingarfélag íslands h.f., voru dæmd in solidum
til að greiða stefnanda kr. 425.000.00 með 7% ársvöxtum frá 25. ágúst 1963 til 1.
janúar 1965, 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% ársvöxtum frá
þeim degi til greiðsludags og kr. 70.000.00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefndu, O. H-son og Sjóvátryggingarfélag
Islands h.f.
5/1969
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi, dags. 15. apríl 1969, leitað um-
sagnar læknaráðs í hæstaréttarmálinu nr. 71/1969: Ákæruvaldið gegn
G. F-sen.
Málsatvik eru þau, er greinir í úrskurði læknaráðs, dags. 14. nóvem-
ber 1968 (nr. 7/1968). Auk þeirra gagna, sem þar greinir, liggur
fyrir málinu skýrsla.........sálfræðings, dags. 16. júlí 1968, um sál-
fræðilega rannsókn á ákærðum og vætti sálfræðingsins í sakadómi
Reykjavíkur 20. febrúar 1969. Enn fremur liggur fyrir í málinu
prentuð ritgerð á norsku eftir Jan Smedslund, og er hún sögð vera
fyrirlestur, haldinn á ársþingi norska sálfræðingasambandsins 24.
febrúar 1967.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort ráðið telji persónuleikapróf Ror-
schachs traustan grundvöll til að byggja á niðurstöður geðrannsóknar
og hvort notkun orðsins „árásarhneigð" í skýrslu geðlæknisins hafi
fulla stoð í skýrslu .... sálfræðings..
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð telur, að Rorschach próf geti ásamt öðrum athugunum
varpað ljósi á persónugerð einstaklinga og að því leyti verið hluti af
þeim grundvelli, sem undirstöður geðrannsóknar byggja á. Ráðinu er
vel ljóst, að ýmsir telja tölfræðilegum áreiðanleika (reliability) og
gildi (validity) prófsins í sjúkdómsgreiningu áfátt, og er grein J-
Smedslund, sem lögð hefur verið fram sem fylgiskjal, engin nýlunda í
þeim efnum. Hins vegar hefur gagnsemi prófsins í höndum reyndra
sérfræðinga sýnt sig margoft, eins og m. a. kemur fram í þeim þús-
undum ritgerða, sem birzt hafa um það á þeim 48 árum, sem liðin eru,
síðan byrjað var að nota það af svissneska geðlækninum Rorschach.
Spurningin um, hvort orðið árásarhneigð í skýrslu Þórðar Möller
hafi fulla stoð í skýrslu ......... sálfræðings, er eðlileg afleiðing
ókunnugleika leikmanna á gildi frumgagna, sem sérfræðingar nota við
athuganir sínar. Leiðir ráðið því hjá sér að svara þessari spurningu,
en vísar til fyrri ályktunar sinnar í þessu máli.