Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 161
— 159
1967
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 9. maí 1969,
staðfest af forseta og ritara 27. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Sjá mál nr. 7/1968.
6/1969
Halldór Þorbjörnsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 30. maí 1969, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu:
Ákæruvaldið gegn J. B-syni.
Málsatvik eru þessi:
Laugardaginn 7. september 1968 um kl. 9,25 árdegis stöðvaði lög-
reglumaður akstur bifreiðarinnar R-. ... á gatnamótum Laugavegs og
Snorrabrautar í Reykjavík. Ökumaður var ákærði í máli þessu, J.
L-son,.....Reykjavík, f......september 1899. Hann kveðst hafa setið
að drykkju við þriðja mann heima hjá sér kvöldið áður, og hefðu þeir
félagar aðeins drukkið einn pela af Bisquit koníaki. Við handtökuna
kvaðst hann ekki finna til áfengisáhrifa.
I skýrslu varðstjóra er sögð hafa verið áfengislykt af andardrætti
ákærða. öndunarpróf hafi sýnt 3. stigs ölvun. Andlit talið fölt, fram-
koma kurteis, klæðnaður snyrtilegur, augu vot, dauf og rauð, jafn-
vægi lítillega óstöðugt og framburður greinargóður. Ákærður kvaðst
aðeins finna til í höfðinu eftir neyzlu áfengis kvöldið áður.
Lögregluþjónn sá, sem handtók J., kvaðst hafa fundið daufa áfengis-
lykt úr vitum hans, en tekur fram, að rakspírituslykt hafi verið af
andliti hans. Ákærði hafi verið rauður til augnanna, en vitnið kvaðst
ekki geta sagt, að ástand ákærða í heild hafi sýnt, að hann væri undir
áhrifum áfengis.
Vitni, sem var farþegi í bíl ákærða, kvaðst engin áfengisáhrif hafa
séð á honum og engin merki þess, að hann væri miður sín á neinn hátt.
Annað vitni kveðst ekki hafa séð áfengisáhrif á ákærða umræddan
Worgun.
Blóðsýni var tekið af ákærða eftir handtökuna, og sýndi það 1,76%0
af reducerandi efnum í blóði hans.
Máliö er lagt fyrir læknaráQ á þá leiö,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningu:
Telur læknaráð, að J. B-son, sem er á 70. aldursári og vegur 62,2 kg,
geti hafa haft reducerandi efni í blóði sínu laugardagsmorguninn 7. sept-
ember 1968, er samsvari 1,76%0 af alkóhóli, hafandi í huga framburð
Þriggja vitna, svo og framburð lögreglumanns þess, er stöðvaði J. B-son
þann dag, þ. e., að þessir aðilar gátu ekki séð á honum nein áfengis-
áhrif?