Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 162
1967
— 160 —
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ef magn alkóhóls í blóði manns er 1.76%0, mundi hann, ef að líkum
lætur, ekki talinn ölvaður við læknisskoðun í 10 af hundraði allra til-
vika.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 29. júlí
1969, staðfest af forseta og ritara 30. september s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Máhúrslit: Með dómi sakadóms Reykj'avíkur 15. október 1969 var ákærði, J. B-
son, dæmdur í 15 daga varðhald og sviptur ökuleyfi ævilangt. Enn fremur var hon-
um gert að greiða allan kostnað sakarinnar.
7/1969
Bæjarfógeti .... hefur með bréfi, dags. 26. ágúst 1969, samkvæmt
úrskurði, kveðnum upp í sakadómi .... 19. s. m., leitað umsagnar
læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn A. K-syni.
Málsatvik eru þessi:
Með ákæruskjali, útgefnu 11. júlí 1969, var A. K-son ...., ......
...., fæddur .... 1933, ákærður fyrir að hafa lagt eld í hús á
ýmsum stöðum á árunum 1964, 1967 og 1968 og fyrir að aka bifreið
undir áhrifum áfengis í okt. 1968.
Geðheilbrigðisrannsókn fór fram á ákærða, og framkvæmdu hana
Isak G. Hallgrímsson læknir og Þórður Möller, yfirlæknir geðveikra-
hælis ríkisins. Álitsgerð þeirra er dags. 25. marz 1969 og hljóðar svo:
„A. K-son, fæddur .... 1933.
Bæjarfógetaembættið k ... . óskaði eftir geðheilbrigðisrannsókn á A.
K-syni.
A. hefur játað á sig 6 íkveikjur, 5 á . . . ., þá fyrstu 7. 2. 1964, og
eina að .... í ... .sýslu þann 16. 10. 1968, og var hún sú síðasta. Eru
íkveikjur þessar tilefni geðheilbrigðisrannsóknarinnar.
Aðspurður um íkveikjur þessar játar A. að vera valdur að þeim.
Kveðst hann hafa verið undir áhrifum áfengis í öll skiptin. Ber við
algjöru minnisleysi þar til fljótlega eftir síðustu íkveikju, að allt rifj-
ast upp fyrir honum, jafnvel í smáatriðum.
A. er fæddur og uppalinn á ...., ...., sonur hjónanna K. S-
sonar og S. J-dóttur. Hann á 2 systur, 25 og 38 ára, báðar giftar og
búsettar í ... . Bróðir þremur árum yngri A. lézt 5 ára úr garnalömun.
Reglusemi og góður andi mun hafa ríkt á æskuheimili A., fátækt nokk-
ur, en ekki tiltakanleg, faðir lengst af daglaunamaður og afkoma all-
sæmileg síðari árin. Faðir A. er sagður hafa verið traustur og vandaður