Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 163
— 161 —
1967
maður, stálheiðarlegur. Móðir hans ágæt kona, prúð og hl.jóðlát í allri
framgöngu. Samband þeirra einlægt og árekstralítið.
Um geðheilsu í ætt A. er vitað, að móðuramma hans var geðveik í
mörg ár, og var móður A. ungri komið í fóstur þess vegna. Móður-
systir A. var geðveik um tíma, en mun hafa fengið bata. Loks mun
móðir hans S. eitthvað hafa verið taugaveikluð. Að öðru leyti ekki
vitað um geðveiki eða nein skapgerðarséreinkenni hjá nánum ætt-
ing.ium. Faðir A. lézt árið 1967 af völdum krabbameins. Hann var einn
af 16 bræðrum, en af þeim var einn ofdrykk.jumaður, og er hann látinn.
Uppvaxtar- og skólaár A. gengu vandræðalaust fyrir sig. Hann naut
góðs atlætis á æskuheimili sínu, var í miklu uppáhaldi h.já föður sínum,
ekki grunlaust um talsvert eftirlæti. Fvrrverandi kennari A. í bama-
og unglingaskóla upplýsir, að hann hafi verið námfús í meðallagi, eðli-
legur í alla staði, ekki ólíkur öðrum og skar sig ekki úr á neinn hátt
öll skólaárin. Segir hann hafa verið hlýðinn og tillitssaman, fjörlegan
og elskulegan í viðmóti. Taldi hann dreng góðan og hrekklausan með
öllu. Vissi ekki til, að undan A. væri kvartað að neinu leyti á þessum
árum, og sérstaklega ekki af foreldrum.
Á skólaárum vann A. alla almenna vinnu, sem til féll á sumrin. Að
loknu gagnfræðaprófi hefur hann verzlunarstörf h.já . . . ., .... og er
þar til 1955. Flytzt þá til .... og starfar þar sem afgreiðslumaður við
kaupfélagið til 1959, snýr þá eftir til ..Vinnur þar við húsamálun
í 2 ár, en frá 1961 hjá ... ., lengst af við kjötvinnslu og tók próf í
kjötiðn 1965.
Lengst hefur A. unnið hjá ... ., bæði á .... og .... eða um 16
ár. Eftir því sem bezt verður að komizt, hefur gengið á ýmsu,
hvað vinnu hans snertir. Gengur yfirleitt vel í byrjun, ber ekki
á öðru en lipurð og samvizkusemi. Eftir 1955 virðist þetta fara að
breytast til hins verra, og gengur svo hægt, en í vaxandi mæli. Sér-
staklega hefur þetta versnað síðustu 4—5 árin. Einkum hefur borið á
óreglusemi og óráðvendni. Hann er sagður hafa haft tilhneigingu til
stjórnunar, iðulega með ýmis áform á prjónunum, en oftast dottið
botninn úr öllu saman. Það kom fiTÍr, að hann gat ekki mætt í vinnu
vegna drykkju eða timburmanna, þótti stundum allundarlegur, jafnvel
grunaður um lyfjaáhrif. Hvað um það, virðist hann hafa átt vaxandi
vantrausti að mæta og hafði hlotið áminningu vegna hegðunar sinnar
hjá atvinnurekanda. Tók sig þá á um tíma, en sótti í sama farið fljót-
lega aftur. A. hefur þó tekizt að halda vinnu sinni, og er því til að svara,
að hann er sagður hafa átt mjög góða spretti, hafa verið starfsmaður
allgóður á köflum og hinn þægilegasti í allri umgengni við sína sam-
starfsmenn.
Áhugi á félagslegu starfi virðist snemma hafa vaknað hjá A., og er
hann um tíma mjög virkur í ýmsum félögum. Má í því sambandi nefna,
að hann er ýmist ritari, gjaldkeri eða formaður í . .. . á árunum 1953—
21