Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Qupperneq 165
— 163 —
1967
aukning verður á drykkju, tímann sem hann var á og verður
á þessum árum til verulegra árekstra í hjónabandi hans. Það er ekki
fyrr en síðustu árin, að hann drekkur jafnvel fleiri daga en einn í einu,
þó mun það miklu sjaldnar, eftir því sem bezt verður að komizt. Eftir
kvölddrykkju er hann oft svo illa haldinn af „mórölskum" timbur-
mönnum næsta dag, að hann liggur fyrir og treystir sér ekki til vinnu.
Fyrstu árin drekkur hann ekki nema í félagsskap annarra, en þetta
breytist hin síðari árin, og drekkur hann nú oftar einn og líklega mest
þannig síðustu mánuði og jafnvel ár. Hann drekkur lengst af venjuleg
sterk vín, en eitthvað mun hann hafa drukkið brennsluspritt hin síðari
ár, þegar annað var ekki að fá. I daglegu lífi og umgengni við fólk
almennt virðist A. af einum vinsæll, öðrum ekki, eins og gengur. Einn
segir hann dreng góðan og ágætan í alla staði, annar telur hann óráð-
vandan og yfirborðskenndan. Um vaxandi óreglu hjá honum ber flest-
um saman, sumir telja hann jafnvel undarlegan í háttum síðari árin,
Nokkrir lýsa honum sem „loftkastalamanni“ með háar hugmyndir,
sumar góðar, en botninn virðist ætíð detta úr öllu saman.
Eftirfarandi er í stórum dráttum tekið úr viðtölum við A. Hann
kveðst fæddur og uppalinn á .... hjá foreldrum við gott atlæti og
sæmileg kjör. Samkomulag segir hann hafa verið gott á heimilinu.
Telur hann sig hafa verið í miklu uppáhaldi hjá foreldrum, einkum föð-
ur sínum, og segir hann, að flest eða allt hafi verið látið eftir sér, sem
hann fór fram á, og þá lítið tillit tekið til annarra, og á hann þar við
systur sínar.
Skólaárin ganga tíðindalítið fyrir sig, hann kveðst hafa verið miðl-
ungs námsmaður, lauk gagnfræðaprófi 1950 (einkum ca. 7,0) og hugsaði
ekki út í frekara nám, fyrr en hann fór í kjötiðn og lauk prófi í henni
1965.
Konu sinni kynnist A. haustið 1951, og segir hann kunningsskap
þeirra ekki hafa verið með hjónaband fyrir augum. Hins vegar hafi
hún orðið ófrísk haustið 1952 og skrifað sér þau tíðindi innan úr
....hvar hún var þá í sumarvinnu. Bar hún sig að vonum illa,
kvaðst ekki geta hugsað sér að eiga barn í lausaleik, og fór svo, að þau
hófu búskap þá um haustið. Fluttu í fyrstu inn á heimili foreldra A.
vorið 1953 í eigin íbúð í sama húsi. Segir hann aðstöðu konu sinnar
hafa verið slæma, hún ókunnug á heimilinu, og heldur hafi verið kalt
milli tengdamæðgnanna. Sjálfur hafi hann verið á kafi í ýmsum félags-
málum og sáralítið heima. Þá þegar byrjar mikil óánægja, sem fyrst og
fremst orsakaðist af nefndri fjarveru hans vegna félagsmála. Lítil en
vaxandi áfengisneyzla A. verður þeim hjónum einnig til árekstrar.
Slitu samvistum 1955 í nokkra mánuði vegna ósamkomulags, og fór
A. þá til Kf. á...Tóku þau saman á ný, urðu þar næstu 4 árin.
Um hjónaband þeirra fengust í fyrstu ekki upplýsingar um annað
(frá báðum) en að það hefði verið gott og í'alla staði til fyrirmyndar.