Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 166
1967
— 164 —
Þetta breyttist svo smám saman, er á leið viðtölin. Á .... kveðst
A. hafa orðið fyrir því að koma að konu sinni í sæng með öðrum manni,
kom hann þá óvænt heim úr ferð að sunnan. Hvarf A. að heiman 1—2
kl.st. eftir þetta, og við heimkomu á ný ríkti þögnin og atburður þessi
ekki ræddur þá né heldur síðar. Segir hann, að þetta hafi fengið mjög
á sig, honum hafi sviðið þetta sárlega og í örvæntingu sinni hafi hann
aukið drykkju, sjálfsgagnrýni og sjálfsvirðing hafi dvínað, spenna og
óánægja í hjónabandi hafi magnazt. Sjálfur játar hann framhjáhald
að minnsta kosti einu sinni, og auk þess „skaðlaust daður“. Veit ekki
til, að slíkt hafi hent konu sína fyrr eða síðar utan þetta eina sinn.
Áfengi kveðst A. fyrst bragða 17 ára og lengst af hófsamlega. Hann
hafi smakkað vín, er þau fóru út að skemmta sér hjónin, og ekki til
neinna vandræða komið. Hins vegar þolir hún ekki, að hann drekki
utan þess. Segir hana almennt gegn víni, þó hún eigi til að taka glas,
en alltaf í mesta hófi. Hann segist hafa verið í vínbindindi á árunum
1959—1961 og hellir sér þá á þeim tíma meira í félagsmál. Var hann
þess vegna mikið að heiman, og var það til að auka á spennu og ósam-
komulag þeirra. Er hann braut vínbindindi sitt, segir hann, að enn
meira hafi hallað á ógæfuhliðina og sjálfsvirðingin dvínað að sama
skapi. Vandamál sín hafi þau reynt að ræða oftsinnis, en það oftast
endað með rifrildi, sem ekki var til að draga úr vandanum. Síðustu
árin hefur svo verið þagað að mestu og ekkert rætt að gagni, sem til
bjargar mætti vera. Á. kveðst drekka sterkt vín, hálfa til eina flösku
hverju sinni, stundum jafnvel látið spritt nægja.
A. kveðst hafa drukkið til að slappa af, draga úr spennu og kvíða,
gleyma óánægju og leiðindum. Sér líði yfirleitt vel, fyrst eftir að hann
byrji, það sé skammvinnt, þá fari að sækja á hann óánægja á ný, hann
verður leiður, fær grátköst, finnst allt ómögulegt. Síðustu árin hefur
hann því meira og meira drukkið einn og dregið sig út úr félagsskap.
Daginn eftir líður honum illa, kemst vart á fætur, fullur af sjálfs-
ásökunum og minnimáttarkennd, finnst hann hafa brugðizt konu sinni,
börnum og foreldrum. Telur sig hafa misst vini og kunningja, hafa
beðið ósigur í lífsbaráttunni, vera sem rekald, sem öllum stendur á
sama um. Haldinn óbærilegri líðan, fær enn grátköst og hefur jafnvel
dottið í hug að stytta sér aldur. Vegna þessa hefur hann oft vantað í
vinnu daginn eftir og einnig vegna þess, að hann réttir sig af. Olli
þetta erfiðleikum á vinnustað, og kveðst hann hafa orðið þess var á
Þórshafnarárunum. Reyndi hann að breiða yfir þetta og bæta fyrir
með góðri hegðun um tíma, hafði ýmsar hugmyndir um endurbætur og
nýbreytni í starfi sínu, reyndi að vera glaðlegur og kátur, en botninn
hafi alltaf dottið úr öllu saman. Kveðst hann ekki hafa getað horfzt í
augu við erfiðleika og vonbrigði lífsins (í hjónabandi, atvinnu og fé-
lagsmálum), starfsvilji og lífslöngun minnkað.
Varðandi atburði þá, sem urðu þess valdandi, að A. kom hingað til