Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Page 170
1967
— 168 —
andi líkur til þess, að hann hafi ýtt þessum vanda, eins og öðrum, frá
sér og á þann veg „gleymt“.
A. K-son hlýtur því að teljast sakhæfur."
Máliö er lagt fyrir læknaráð á þá leiö,
að beiðzt er umsagnar um framanritaða álitsgerð þeirra Isaks Hall-
grímssonar og Þórðar Möller. Er einkum óskað umsagnar um andlega
heilsu A. K-sonar almennt, en þó sérstaklega um andlegt ástand hans,
er hann framdi íkveikjur þær, sem í máli þessu greinir, og hvort hann
var þá fær um að stjórna gerðum sínum. Enn fremur, hvort verknaðir
hans hafi verið unnir í þokuvitund og hvort um minnisleysi geti verið
að ræða eftir á.
Þá er óskað álits um, hvort A. teljist sakhæfur og hvort ætla megi
eftir atvikum, að refsing geti borið árangur gagnvart honum, þannig
að hún geti skapað hjá honum hvatir til að forðast refsiverða hegðun.
Loks er óskað umsagnar um vottorð fsaks G. Hallgrímssonar læknis
og Þórðar Möller yfirlæknis, dags. 25. marz 1969, að öðru leyti.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaraðs:
Greinagott vottorð þeirra ísaks læknis Hallgrímssonar og Þórðar
yfirlæknis Möller veitir svör við flestum þeim spurningum, sem fyrir
dómaranum virðast vaka. Fellst læknaráð á þessi svör. Af vottorðinu
má og ráða, að refsing gæti borið árangur á þann hátt, sem um er
spurt.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags 30. október
1969, staðfest af forseta og ritara 27. nóvember s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms .... 11. febrúar 1970 var ákærði, A. K-son,
dæmdnr í 3 ára fang-elsi og honum gert að greiða allan kostnað sakarinnar.
8/1969
Skrifstofa borgardómara í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 22.
september 1969, skv. úrskurði, ltveðnum upp af Bjarna K. Bjarnasyni
borgardómara s. d., leitað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu nr.
150/1968: S. N-sen f. h. ófjárráða sonar síns G. S-sonar gegn Ár-
vakri h.f. og Sjóvátryggingarfélagi Islands h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 22. september 1964 varð G. S-son, ...., Reykjavík, f....ágúst
1951, fyrir slysi með þeim hætti, að hann kastaðist af reiðhjóli, sem