Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Side 171
— 169 —
1967
lenti í árekstri við bifreiðina R. ... á Tunguvegi skammt sunnan við
Miklubraut í Reykjavík. G. sat á bögglabera reiðhjólsins, er slysið varð.
1 málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 3. júní 1969, svohljóðandi:
„Samkvæmt gögnum, sem fyrir liggja, þá varð þessi piltur fyrir
slysi hinn 22. september 1964. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna í
Reykjavík, og það liggur fyrir vottorð Rögnvalds Þorleifssonar læknis,
gert eftir gögnum, sem til eru í slysavarðstofu. Vottoi'ðið er dagsett 12.
febrúar 1969 og er svohljóðandi:
„Læknisvottorð fyrir G. S-son, f...ágúst 1951, til heimilis að ....
Hér með vottast, að í sjúkraskrá G. við Slysavarðstofu Reykjavíkur
eru skráðar eftirfarandi upplýsingar:
Þann 22. september 1964, kl. 13,25, var komið með G. á Slysavarð-
stofuna. Var hann sagður hafa verið á skellinöðru ásamt félaga sínum,
er hann varð fyrir bíl.
Við skoðun fannst á hægri olnboga 21/2 cm langur skurður, sem saum-
aður var saman.
Á Röntgenmyndum af mjaðmargrind sáust brot á grindinni (fract.
rami sup. et inf. oss. pubis dx.), án verulegrar skekkju á brotstöðunum.
G. var sendur af Slysavarðstofunni á sjúkrahús Hvítabandsins."
Eins og vottorðið ber með sér, þá var slasaði fluttur á Sjúkrahús
Hvítabandsins og var þar til meðferðar hjá Kristni Björnssyni, þáver-
andi yfirlækni þar. Það liggur fyrir vottorð Kristins um slasaða. Það
vottorð er svohljóðandi:
„G. S-son....f.......ágúst 1951, var lagður inn á sjúkrahús Hvíta-
bandsins 22. september 1964 frá Slysavarðstofunni, en þangað hafði
hann komið kl. 13.25 þann sama dag.
Samkv. upplýsingum Slysavarðstofunnar hafði hann skurð á hægri
olnboga, hreint skorinn, sem nær inn að búrsunni, sem er óskert. Sárið
var saumað þar og gipsspelka sett við handlegginn.
Á Röntgenmynd sást brot (eða sprunga) á os ischii & pubis.
Sjúklingurinn lá á Hvítabandinu til 10. október 1964, og voru þá
verkir við hreyfingar í rúminu horfnir að mestu eða öllu. Fór þá heim,
og var ráðlagt að fara að byrja að ganga um með staf“.
Einnig liggur fyrir vottorð....sem er starfandi læknir í Reykja-
vík, um slasaða. Það vottorð er svohljóðandi:
„G. S-son, ... ., hefur leitað til mín á lækningastofu þann 16. októ-
ber 1968 vegna höfuðverkjar og stingja í brjósti.
Ég hef talið vera um myosur að ræða og gefið Tbl. Tanderil No. 30
skammtað 1 tafla x 3.
Að öðru leyti finn ég ekkert skráð hjá mér um þennan sjúkling“.
Slasaði kom fyrst til viðtals hjá undirrituðum 10. febrúar 1969. Hann
skýrir frá slysi og meðferð eins og fram kemur hér að framan. Kveðst
hafa misst af skóla fyrri part vetrar 1964 eftir slysið, en byrjaði að
22