Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 25
FJARÐARFRÉTTIR 25 að mörgu leyti. Við höfum ekki persónulega reynslu af öðrum deildum en það virðist t.d. sem að í félagsvísindadeild sé mikið um verkefnavinnu sem skilar sér oft vel með tilliti til námsins og mætti vera meira um slíkt. í lögfræðinni er kennslan öll í formi fyrirlestra en í viðskiptafræðinni eru bókfærslu og reikningsdæmi, sem eru mjög gagnleg. Finnst ykkur þið hafa fengið nœgilegan undirbúning í Flensborg fyrir háskólanám? Það má segja að 16 ára unglingar hafi í flestum tilfellum ekki gert upp hug sinn varðandi hvað þeir vilja leggja fyrir sig, velja e.t.v. þá braut sem þeim sýnist léttust, upp- götva síðan þegar í H.í. er komið að undirbúningi er ekki nægilega vel háttað t.d. stærðfræðikunnátta ekki nægileg. Félagsfræði, sálfræði og slíkar greinar ættu frekar að vera til kynningar en sem undirstaða. Það ætti að leggja mun meiri áherslu á raungreinar og mála- kennslu. Við höfum heyrt frá fólki sem við þekkjum í t.d. félagsfræði, að áfangar í þeim greinum í Flens- borg hafi skilað þeim sáralitlu. Einnig mætti leggja meiri áherslu á betri vinnubrögð en maður þarf stórlega að bæta sín vinnubrögð milli stofnana. Þetta á auðvitað við um það skólamynstur sem fólk kemur úr og á e.t.v. ekki frekar við um Flensborg en aðra framhalds- skóla, sjálfsagt ekki. Hver er ástœðan fyrr því að þið sœkið nám í H.I.? Ætli það sé ekki til að bæta möguleika sína sem einstaklingur í þessu þjóðfélagi. Þá einnig mennt- un menntunarinnar vegna, þ.e. að þroska sig. Framtíðar þjóðfélag hlýtur að byggja á menntuðu fólki og þá ekki endilega háskólamennt- uðu heldur vel verkmenntuðu fólki. Maður sér það í nágrannalöndun- um að það er ekki menntað fólk sem gengur um atvinnulaust heldur þeir sem enga menntun hafa, nema e.t.v. í Danmörku þar sem dæmi eru um að allt of margir hafa menntast til sömu greinar. Er erfitt fjárhagslega að stunda þetta nám? Við erum heppin að því leyti að við höfum húsnæði okkur að kostnaðarlausu hér hjá foreldrum sem styðja okkur einnig á annan hátt, t.d. varðandi pössun. Með því að vinna langan vinnudag yfir sumarmánuðina, leggja fyrir og lifa spart þá er þetta hægt. Við höfum ekki leitað til Lánasjóðsins en verðum líklega að gera það eftir áramót. Strætó-styrkurinn kemur sér vel enda dýrt að fara á milli. En talandi um þennan styrk þá er það auðvitað rangt að styrkja mennta- skólanema til náms í Reykjavík. Frekar væri að nota þá peninga til tækjakaupa fyrir Flensborgarskóla og búa betur að honum. En hvort þetta nám skilar sér fjárhagslega, þá gerist það sennilega á endanum. Viðskiptafræðin er líklega með praktískari fögum í háskólanum auk læknisfræðinnar og raun- greina. Hins vegar má segja að með því að fara t.d. í eitthvert iðnnám og fyrr út á vinnumarkaðinn, þá eru menn síst ver settir með tilliti til hefðbundinna lífsgæða. En þá kemur á móti að lengra nám býður upp á fjölbreyttari atvinnutæki- færi. GCeðifefj jóCí FarsæCt riycLrí Pökkurtt viðskiptin á órinu sem er að Cíða. OPIÐ kl. 8 - 18 Símsvari á kvöldin og um helgar Sendibílastöé Hafnarfjarðar i 1111 Gleðileg jól með jólairéfiú Hjúbarsveit sföta í Hajnaíjirði Hjálparstarf okkar fjármögn- um við með árlegri jólatrés- sölu. Allur ágóði rennur óskiptur til Hjálparsveitarinnar. Jólatréssala okkar hefur alltaf verið vinsæl og við höfum ávallt boðið upp á góð og falleg jólatré. Svo er einnig í ár, því öll okkar tré eru nýfelld og standa þess vegna lengur. Normannsþinur: 100 - 250 cm. Barr- heldið. Omorica: I50 - 250 cm. Barrheldið. Skógarfura: 150 - 250 cm. Barrheldið. Rauðgreni: 70 - 250 cm. Þétt og fallegt. Greinar: Cypris, fura, normannsþinur og nobilis. Við geymum trén og sendum þau heim, ykkur að kostnaðarlausu. Opið mánudaga - föstudaga kl. 14 - 22. Laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 22. JOLATRESSALA HJÁLPARSVEITAR SKÁTA HRAUNBRÚN 57 HAFNARFIRÐI, S.53111, 53674
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.